Færsluflokkur: Vísindi og fræði
12.4.2007 | 10:22
Byggðastefna stjórnvalda: Óljós, Ómarkviss, Tilviljanakennd, Ógegnsæ!
Á spjallvef Skagfirðinga, skagafjordur.com, er verið að tala um kosningarnar framundan. Þar sýnist sitt hverjum um árangur stjórnarflokkanna í landsbyggðamálum. Einn spjallari, nafni minn Jón S., vitnar í bók Byggðarannsóknarstofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Fólk og fyrirtæki um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni:
"Bls 221: "Íslensk byggðastefna er í veigamiklum atriðum ólík stefnu sem fylgt er í nágrannalöndunum... meginstefnumið hérlendis mun óljósari... skortir á að fjárveitingar til þessara mála séu jafnháar... tilhneiging til að dreifa litlu fjármagni á marga aðila og lítið samræmi milli einstakra úthlutana." Bls. 222: "Einn stærsti galli íslenskrar byggðastefnu er hve ógegnsæ hún er.... Fyrir vikið er hætt við að opinber byggðastefna verði ómarkviss og byggist fremur á tilviljanakenndum inngripum en skýrri stefnu." Þar hafiði það Framsóknar- og Sjálfstæðismenn!!! Var einhver að furða sig á hnignandi landsbyggð?"
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 13:27
Sjálfstæðisflokkur - stórhættulegt afturhaldsafl?
Það er ekki fögur lýsing dregin upp af Sjálfstæðisflokknum þegar afstaða (les: andstaða) hans í helstu framfaramálum þjóðarinnar er rifjuð upp í Morgunblaðinu í dag, en þar er flokkurinn kallaður regnhlífarsamtök sérhagsmunahópa. Ríkisforræði og forsjárhyggja koma oftar fyrir í tengslum við þennan flokk en flesta aðra. Evrópuaðild er ekki á dagskrá, þeir tala um að við megum ekki afsala okkur fullveldinu. Staðreyndin er að 80% af löggjöf ESB er innleidd hér án þess að við fáum nokkuð um mótun hennar að segja. Værum við ekki meira fullvalda ef við hefðum þarna einhver áhrif? Þetta kemur fram í skrifum Jóns Baldvins (Mbl. 10. apríl, bls 18-19) þar sem hann fléttar eigin þekkingu og reynslu inn í umfjöllun um hina mögnuðu bók Eiríks Bergmanns, Opið land.
Auðvitað eru til aðrar hliðar á stjórnmálasögu Íslands, en þessi saga hefur of lengi verið hluti af okkar sameiginlegu gleymsku. Um 10% af ísjakanum sjást, en viljum við ekkert vita af hinum 90 prósentunum? Sjálfstæðismenn eru í skrifum JBH kallaðir innilokunarsinnar með íhaldssama hugmyndafræði og eftir lesturinn spyr maður sig: Hvernig í ósköpunum getur þetta afturhaldsafl enn í dag verið stærsti stjórnmála- flokkurinn á Íslandi? Þessu hef ég svarað í fyrri skrifum: Af því að hollusta við flokkinn er tilfinningmál, hún er af sama meiði og trúin á æðri máttarvöld, þar sem skynsemin er sjaldnast hátt skrifuð!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 19:47
Er þetta vönduð fréttamennska?
Framtíð Evrópusambandsins er ekki björt, aðallega vegna vaxandi óhagstæðrar aldurssamsetningar. Sífellt fjölgar eftirlaunaþegum sem fara af vinnumarkaði, því stórir árgangar eftirstríðsáranna eru að ljúka starfsævi sinni á næstu árum. Þetta sagði Elín Hirst í sjónvarpsfréttum í kvöld og vitnaði í "sérfræðinga" máli sínu til stuðnings. Hún sagði líklegt að grípa yrði til sérstakra ráðstafana á evrópska vinnumarkaðnum vegna þessa vanda. Þessi sannindi eru nánast orðrétt þau sömu og Robert Kreitner segir frá í nokkurra mánaða gamalli bók sinni, nema hvað hann er ekki að tala um Evrópu, heldur Bandaríkin! Líklegast er þá framtíð þeirra ekki björt heldur, eða hvað? Vandamálið er semsagt ekki einangrað við Evrópulönd, en þessi framsetning í sjöfréttum Sjónvarpsins er ekki til að auka tiltrú manna á vandaða fréttamennsku þar á bæ, sérstaklega ekki þegar þetta fólk tekur að sér að fjalla um Evrópusambandið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2007 | 15:12
Aukin kynlífslöngun og stinnari brjóst
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2007 | 19:58
Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 10:08
Sjónhverfingar Hannesar Hólmsteins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007 | 14:07
Skapaðu þinn eigin frama!
Nú er ég að lesa undir próf í Stjórnun og hugurinn uppfullur af gáfulegum kenningum og ráðleggingum úr þeim fræðum. Sumar höfða meira til manns en aðrar og svo er hægt að blanda þeim saman við önnur fræði á ýmsan hátt, til dæmis svona:
Ef þig langar til að verða eitthvað, vertu það þá bara! Skrifaðu niður markmið þín og hafðu þau raunhæf, mælanleg og skemmtileg, og stefndu óhræddur að því ná þeim, jafnvel þótt þér hafi dottið í hug að gera eitthvað "fáránlegt" sem ekki er til í dag. Hugasðu um það hve mörg þeirra starfa sem eru unnin í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan. Það er illmögulegt að spá fyrir um framtíðina, en öruggasta leiðin er samt sú að skapa hana bara sjálfur!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 13:04
Ertu viss? Brigðul dómgreind í dagsins önn!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 19:59
Er öflun, notkun og skráning heimilda það mikilvægasta í BA-skrifum?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2007 | 10:34
Hólmsteinsk hálf-sagnfræði
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)