Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
1.3.2007 | 20:26
Blaut bleyja framan í ungbarnafjölskyldur
Er ekki eitthvað að hugsun ráðamanna sem lækka skatta og gjöld á gosdrykkjum og sælgæti en ekki bleyjum, sem verða að flokkast sem nauðsynjavara fyrir hvítvoðunga þessa lands? Ég er ekki hlynntur því að hið opinbera stundi forræðishyggju eða neyslustýringu, t.d. með hærri sköttum á óhollar vörur, en finnst samt afar dularfullt af hverju þessi breyting nú á virðisaukaskattinum náði ekki líka til bleyjunnar, þessarar nauðsynjavöru íslenskra smábarnafjölskyldna.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 19:51
Hálfrar aldar heillandi óheillakráka
Þær eru ófáar stundirnar sem þessi misskildi snillingur og húðlati uppátektarsami skrifstofumaður hefur létt manni stund og stytt manni líf. Fimmtíu ár eru síðan hann leit fyrst dagsins ljós, hann sem heitir Guust Flater (á hollensku), Tomás el Gafe (á spánsku), Sergi Grapes (á katalónsku), Gastono Lafus (á esperanto), Niilo Pielinen (á finnsku), Gasa Seprtlja (á serbnesku), Sapsal Gazi (á tyrknesku) og Jo-Jo (á þýsku), en er betur þekktur á Íslandi sem vandræðagripurinn Viggó Viðutan. Varla er við öðru að búast en að hann lendi í klandri í dag sem og aðra daga en það eru alltaf forréttindi að fá að fylgjast með óförunum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2007 | 22:32
Ekki talað nóg við börnin
Heyrði í tíufréttum Sjónvarpsins að íslenskir foreldrar hefðu ekki tíma til að tala við börnin sín. Þetta er auðvitað ekki nógu gott og verður að reyna að bæta úr. Ég kannast alveg við þetta sjálfur, mamma og pabbi hafa ekki talað við mig svo dögum skiptir.