Færsluflokkur: Tónlist

Hefði verið skemmtilegra...

... ef fyrirsögnin hefði verið: Bubbi datt á rassgatið... og meiddi sig í þumlinum, lol ;)
mbl.is Bubbi Morthens „flaug á hausinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar vakna

Árni og Darling töluðu saman í síma. Einhver hefur fengið upptöku af símtalinu í hendur til að þýða það úr dýralæknaensku yfir á íslensku, og koma því svo á prent. Síðan þurfti að koma þeim pappír til fjölmiðils, nánar tiltekið Ríkisútvarpsins. Hverjir hafa af þessu hagsmuni? Íslendingar (til að sýna umheiminum fram á að Árni sagði ekkert sem gaf Bretum tilefni til að bregðast við eins og þeir gerðu)? Dýralæknirinn sjálfur (kannski betra fyrir hann að alþjóð fái þetta á prenti, í stað þess að heyra símtalið sjálft)? Ég efast um heilindi Geirs, þegar hann segist undrandi á því að þetta hafi lekið í fjölmiðla. Ég held að hann eða hans menn hafi séð til þess að þetta var gert opinbert, með þessum hætti, eins og þeir segja í stjórnmálunum.

mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elton John Lennon á Gullbylgjunni

Á útvarpsstöðinni Gullbylgjunni var í gær sagt frá því að Yoko Ono væri komin til landsins til að kveikja elton-john_694782.jpgá friðarsúlunni og minnast með því dauða eiginmanns síns, Eltons Johns. Síðan var spilað lag með hinum samkynhneigða tónlistarmanni, sem var síðast þegar ég vissi, alveg sprelllifandi. Kannski voru það kringlóttu Lennon-gleraugun sem Elton John skartar gjarnan sem urðu til að svo heiftarlega sló útí fyrir kynninum. Vona bara að fáir Bretar hafi heyrt þetta, nóg höfum við nú böggað þá samt síðustu daga.

Farmers Market medley

Eins og sjá mátti og heyra í sjónvarpinu í fyrrakvöld, er norska Klezmer-bandið Farmers Market eitt allra skemmtilegasta læf-band Noregs í dag, og þótt víðar væri leitað. Í þættinum í fyrrakvöld spiluðu þeir ásamt KORK (Kringkastningorkestret) og vöktu mikla lukku, en HÉR eru þeir einir á sviði með líflegan medley.

Ungur gítarsnillingur frá Suður-Kóreu

Sungha JungÓtrúlegur þessi ungi dreng-

ur, Sungha Jung, virkilega yndislegt að heyra hann spila.


Blindur blúsgítarleikari deyr

Einn magnaðasti blúsgítarleikari seinni tíma og einn af mínum uppáhalds, Kanadamaðurinn Jeff Healey, lést úr sjaldgæfum sjúkdómi (Retinoblastoma) fyrir örfáum dögum síðan. Sjúkdómurinn herjaði á augun á honum frá eins árs aldri; krabbamein sem dró hann til dauða aðeins 41. árs gamlan. Hann þróaði og gerði frægan mjög sérstakan spilastíl, þar sem hann sat á stól með gítarinn liggjandi flatan á lærunum. Hann skilur eftir sig jafnt kröftug blúsrokklög sem og fallegar blúsballöður, sumar svo  yfirþyrmandi tilfinningaríkar að þær hafa framkallað tár hjá fleirum en mér. Healey er farinn, en tónlistin lifir og á eftir að auðga líf mitt og fjölmargra annarra um ókomin ár.

Björk í Hong Kong í gær

Kínversk vinkona mín brá sér bæjarleið í gær frá Shenzhen, á Volta-tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Hong Kong. Hún er alveg í skýjunum í dag, en dauðþreytt í fótum og kroppi eftir að hafa dansað allan tímann fyrir framan sviðið. Enn suðar fyrir eyrum eftir kraftmikla tónlistina, sem hún segir hafa verið töfrum líkasta, þannig að hún varð fyrir áhrifum sem kölluðu fram bæði tár og fullt af tilfinningum. Þeir sem dá tónlistargaldra Bjarkar vita að þetta hendir auðveldlega hrifnæmar manneskjur, enda engin venjuleg tjáning sem Björk getur framkallað með sínum töfrabarka. Það er þó að skilja á minni kínversku vinkonu að Björk sé orðin þekkt fyrir fleira en tónlistarflutning sinn og því hafi sumir orðið fyrir vonbrigðum með að hún skyldi aðeins nota einn búning; það hafi verið helsti galli tónleikanna að hún hafi verið í einu og sama dressinu allan tímann! Einhverjir vankantar voru líka á sándi og skipulagi tónleikanna, en það kom ekki í veg fyrir að vinkonan færi yfir sig hrifin og hamingjusöm með ferjunni heim í gærkvöldi.

Ævintýri Snússa litla í Kína - 3. hluti

Indy, Angela, Snússi og égÍ dag fengum við félagarnir Snússi og ég, ásamt þeim þeim Binna og Indy, frábæra leiðsögn um borgina þvera og endilanga af heimakonunni yndislegu, Angelu Wang. Eftir hádegi var farið af stað í verslunarferð í þá hrikalegustu markaði sem maður hefur heimsótt; bæði var stærðin slík, auk þess sem vörur voru misjafnlega mikið falsaðar og ágengni sölumanna með ólíkindum. Að lokinni þessari mögnuðu upplifun fór Angela með okkur á ekta kínverskan háklassa veitingastað, þar sem hún pantaði sýnishorn af öllu því besta sem Kínverjar sjálfir borða alla jafna. Svo var meira verslað, en undir kvöldmat var farið á virðulegt nuddhús, á fjórum hæðum, með allri hugsanlegri þjónustu og þægindum, þar sem við fórum öll í fóta- og handsnyrtingu, eyrnahreinsun, andlitsmeðferð og enduðum á kínversku nuddi, auk þess sem við bæði snæddum ljúffenga ávexti og nutum aðstoðar fjölda þjónustufólks. Í lok dags var svo farið að dansa á Terrassen í Shekou, þar sem band frá Filippseyjum hélt uppi rokna rokkstuði inn í nóttina. Snússi var hæstánægður með daginn, þrátt fyrir að hafa misst af dansinum í lokin. Sjálfur er ég alsæll.

Í þá daga mátti ekki gefa kynlíf í skyn

Skafti Ólafsson söngvari hefur í dag verið gestur Freys Eyjólfssonar í þættinum Geymt en ekki gleymt á Rás 2. Hann sagði m.a. frá því að lagið Allt á floti hafi eitt sinn verið bannað í Útvarpinu. Tímarnir hafa sannarlega breyst, því ástæðan var aðallega lokaerindi textans, þar sem segir:

Ég kem til þín í kvöld, við kossa blíða og ástareld

Bæði gleymum við stund og stað,

ég seg’ ei meir’ um það!

Þá verður allt á floti allsstaðar...


Athugasemd til Þorvaldar Bjarna

Strategía er orð sem stundum er notað yfir hernaðaráætlun; kemur úr ensku (strategy). Fyrir okkur sem ekki þekkjum til hernaðaráætlana getur strategía þýtt: Kerfisbundin áætlun um aðgerðir (sem leiða til árangurs). Svo heyrir maður líka landann nota orðið tragedía (tragedy), oft yfir einhverskonar harmleik. Í þættinum Laugardagslögin spyr Þorvaldur Bjarni lagahöfunda um hvernig þeir semji lögin sín; hvort þeir hafi einhverja Stragedíu! Hvort hann hugsar sér einhverja dýpri meiningu með þessu nýyrði sínu, að honum finnist lagasmíðarnar vera með slíkum harmkvælum, skal ósagt látið. En hann veit örugglega af þessari hugtakablöndun sinni og bíður spenntur eftir að einhver geri athugasemd. Ég geri það hér með :)

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband