Athugasemd til Þorvaldar Bjarna

Strategía er orð sem stundum er notað yfir hernaðaráætlun; kemur úr ensku (strategy). Fyrir okkur sem ekki þekkjum til hernaðaráætlana getur strategía þýtt: Kerfisbundin áætlun um aðgerðir (sem leiða til árangurs). Svo heyrir maður líka landann nota orðið tragedía (tragedy), oft yfir einhverskonar harmleik. Í þættinum Laugardagslögin spyr Þorvaldur Bjarni lagahöfunda um hvernig þeir semji lögin sín; hvort þeir hafi einhverja Stragedíu! Hvort hann hugsar sér einhverja dýpri meiningu með þessu nýyrði sínu, að honum finnist lagasmíðarnar vera með slíkum harmkvælum, skal ósagt látið. En hann veit örugglega af þessari hugtakablöndun sinni og bíður spenntur eftir að einhver geri athugasemd. Ég geri það hér með :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband