Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að læra að lepja dauðann úr skel

Mótvægisaðgerðir vegna aflasamdráttar í þorski taka á sig sérkennilegar myndir. Fjölbraut á Krók ætlar til dæmis að bregðast sérstaklega við minni kvóta með því að bjóða í vetur upp á nám til 30 tonna réttinda fyrir verðandi skipstjóra. Er þetta ekki eins og að bregðast við hungursneyð með matreiðslunámskeiði?

Eins fyrirtækis samfélag

Slæm reynsla víða um veröld af því að byggja atvinnustarfsemi heils samfélags á einu fyrirtæki er nú að koma í ljós fyrir austan. Ofurvald Alcoa á Reyðarfirði yfir samfélaginu þar lýsir sér í harkalegri framkomu við starfsfólk sem það hafði boðið gull og græna skóga og fagra framtíð. Fjöldi manns sem féll fyrir gylliboðinu og flutti austur, er að byrja að upplifa þvílíkt heljartak þetta fyrirtæki hefur á samfélaginu öllu; langflestir íbúarnir og sömuleiðis fyrirtækin þurfa að bukka sig og beygja eins og Alcoa þóknast. Ómanneskjulegar uppsagnir tveggja kvenna þar nú í vikunni eru bara upphafið að valdníðslunni sem í vændum er.

Ábyrgðarlaus pólitík í áfengismálum

Væntanlegt er frumvarp um að fara með vínið í matvörubúðirnar. Allir eru sammála um að auðveldara sé að nálgast vín í matvörubúðum en í Vínbúðunum. Það heitir að aðgengi aukist, sem leiðir til aukinnar neyslu. Sigurður Kári þingstrákur sagði í sjónvarpinu í kvöld að ef það yrði raunin, þá yrði að auka forvarnir. Þær kosta peninga, en í nýja frumvarpinu er talað um að lækka áfengisgjaldið sem rennur til ríkisins. Við þessar breytingar hefði ríkið minni tekjur af vínsölu en nú. Ef auka á fjármagn til forvarna á sama tíma og tekjur minnka af vínsölu, þarf þá ekki að skera niður eða að auka skatta?

Eina ástæðan fyrir því að lækka þurfi áfengisgjaldið ef vínið fer í búðirnar, er sú að engin verslun getur sætt sig við þá lágu álagningu sem Vínbúðin leggur á vörurnar í dag, en hún er aðeins á bilinu 6 - 11 % (fer eftir styrkleika).  Frumvarpsflytjendur vilja lækka áfengisgjaldið svo vinir þeirra í verslunarstétt verði ríkari.  Það sem þeir leggja til er að ríkið (les: við) verði fyrir bæði tekjuskerðingu og kostnaðarauka! En því miður er umræðan grunn og klisjukennd og lítill vilji til að horfa til reynslu annarra þjóða. Frumvarpið lyktar af óábyrgri frjálshyggjupólitík sem vinnur gegn almannahagsmunum.


Sjálfstæðisflokkurinn og siðleysið

Jóhannes í Bónus leggur heilsíðu í Mogga dagsins undir siðleysi embættisveitinga Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Jóhannes skorar á Sjálfstæðismenn að strika yfir nafn ráðherrans á kjördag. Mér finnast ásakanir Bónuskaupmannsins eiga fullan rétt á sér, en finnst hann bjartsýnn ef hann heldur að þetta virki. Dettur mér þá í hug Sjálfstæðismaðurinn sem sagði menn og málefni engu skipta: Hann myndi ekki hætta við að kjósa flokkinn þótt hundur sæti í fyrsta sætinu!

Ertu enn óákveðin/n?

Hér er gagnvirk könnun sem kannski getur hjálpað þér.

Johnsen í fjárlaganefnd?

Guðni Ágústsson talar um það í Mogga dagsins hvað gott verði að eiga Árna sem hauk í horni í fjárlaganefnd, ef flokkur hans felur honum þann starfa, eins og jafnan áður. Myndefni af Árna hefur verið með dauflegra móti,  í baráttunni síðustu vikur, eiginlega bara ósýnilegt, en spurning hvernig við verðum vör við kauða á næsta kjörtímabili?
mbl.is „Ímynd og innihald spila saman til lengri tíma litið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuleg hugmyndafræði um velferð og efnahag

reiður strákurHugmyndafræði þeirrar langþreyttu stjórnar sem senn lætur af völdum hefur byggst á því að efnahagslífið sé undirstaða mennta- og velferðarkerfisins. Margir eru hinsvegar þeirrar skoðunar að þarna sé málunum snúið á haus; vænlegra væri að byggja upp öflugt og traust velferðarkerfi, sem veitir okkur og börnum okkar jafnari tækifæri í lífinu, t.d. hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu, og að slík fjárfesting í fólkinu í landinu sé í raun traustasti grunnur þess að atvinnu- og efnahagslíf geti blómstrað. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag að í dag eru að alast upp börn sem búa við mikinn ójöfnuð og skert lífsgæði. Þetta hafa Sjálfstæðismenn aldrei skilið, þótt þeir gefi annað í skyn rétt fyrir kosningar!

Bullkönnun Capacent Gallup?

Getur könnun sem byggir á svörum aðeins 61 manns í heilu kjördæmi talist marktæk? Flokkur sem mælist með um 14% fylgi í þessari könnun, sem hefur 13,7% vikmörk, hefur því fylgi einhversstaðar á milli 0,7% og 28%!!!  Auðvitað er þetta algjörlega ómarktækt og óforsvaranlegt að birta sem vísindalega niðurstöðu!

Gæði í mannvirkjagerð og gagnsemi ljóskunnar

Æ hvað það var eitthvað skrýtið að sjá þær saman á baksíðu Moggans, fréttina um aukin gæði Þorgerðar Katrínar í mannvirkjagerð, og fréttina um Pólverjana sem þjást af andþrengslum, ógleði og höfuðverk eftir vinnu sína í göngum mannvirkisins eystra.
Ég veit ég er ekki einn um að finnast Sjálfstæðisflokkurinn tala síðustu vikur í hróplegu ósamræmi við margar gjörðir flokksins síðustu 16 ár við völd! Og af því að minnst er á "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu" má ég til með taka undir með einum ágætum penna sem sagðist ekki skilja æsing Íhaldsins yfir tali Jóns Baldvins; það væri nú ekki eins og hann hafi ætlað að hafa neitt "gagn af þessari sætu stelpu eftir ballið"? Gæði í mannvirkjagerð þurfa að sjálfsögðu líka að snúast um aðbúnað og mannréttindi þeirra sem reisa þau!

Nauðsyn þess að skipta út mönnum í stjórn!

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra var í viðtali í dag þar sem hann sagði að það væri heppilegt að skipta reglulega um stjórn, það væri fullkomlega eðlilegt og nauðsynlegt! Spurning er hvort kjósendur eru búnir að gera sér grein fyrir þessum sannindum?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband