Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kjaftforir í Kópavoginum

"...verða vitni að því þegar bæjarstjórinn hraunar yfir andstæðinga sína með fúkyrðum og hótunum að sæmilega hraust fólk verður miður sín og sómakærir bæjarbúar fyrirverða sig fyrir þennan embættismann." Loftur Þór Pétursson, um bæjarstjórnarfundi o.fl. í Kópavogi. Morgunblaðið, 13. júní, 2008, bls 24.

Auðleysanlegt mál...

... enda fordæmi fyrir slíku, sbr þetta mál Devil
mbl.is Boltinn hjá öðrum stjórnarmönnum Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort eigum við þrjá eða fjóra þjóðgarða?

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar stendur:

Þjóðgarðar á Íslandi eru 3 talsins

Á Íslandi eru þrjú svæði friðlýst skv. lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd sem þjóðgarðar en þau eru Skaftafell, Jökulsárgljúfur og Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur með sér lögum.

Ekki ætla ég að reyna að útskýra fyrir fólki muninn á reglugerð um þjóðgarða annarsvegar, og sérlögum um þjóðgarða hinsvegar... né heldur hvernig þrír verður að fjórum á síðunni hjá UST. 


Eyjakjör á National Geographic Traveller

Í hittifyrra tóku 522 sérfræðingar þátt í að gefa 111 eyjum um víða veröld einkunn. Færeyjar voru valin besti áfangastaðurinn, fengu 87 stig, en Ísland kom þar stutt á eftir, með 80 stig. Meðal umsagna um Ísland voru þessar:

"The canvas is impeccable and awe inspiring."

"Land of extreme natural conditions—fire and cold, wind and ice, light and dark—occupied by a distinct people and their millenary culture. Strong environmental awareness and pristine habitats. However, recent decisions to set up massive aluminum smelters have polarized the country."

"High degree of environmental and social sustainability, although the ongoing development of new smelters and hydroelectric projects may affect environmental values as well as image and attractiveness as a destination."

"Intact ecologically and culturally, with many different forms of touring available, from climate-controlled bus tours to multiday wilderness treks. Icelanders protect their environment and society, ensuring that they gain from tourism without causing harm."

Hægt er að skoða niðurstöðurnar í heild sinni hér


Orðljótur, drykkfelldur ónytjungur

Read my lips No more BushLeikstjórinn Oliver Stone er nú að vinna að mynd um George W. Bush, en hann hefur áður gert myndir um Kennedy og Nixon. Stone segist ekki vera að gera áróðursmynd gegn Bush, hann sé bara að reyna að skilja hvernig þessi maður, sem var orðljótur drykkfelldur ónýtjungur, gat orðið forseti Bna og þarmeð valdamesti maður heims (ruv.is 9.4.2008). Myndtengingin við þetta blogg segir hug minn allan: Burt með Búskinn! ;)

Kínverskar biðraðir

Hugsanlega er biðraðamenning Kínverja eitt af því mest stuðandi fyrir aðkomumenn sem ekki til þekkja, en þar þykir eðlilegt að hrinda, ýta og troða sér fram fyrir næsta mann í röðinni. Útlendingum sem lenda í biðröð í Kína er ráðlagt að draga djúpt andann, standa fastir fyrir og láta óhræddir í ljós óánægju ef einhver riðst framfyrir, t.d. með því að endurheimta með afli sína stöðu í röðinni. Sérstaklega er varað við því að láta mikla snertingu og nálægð trufla sig. Í kínverskum biðröðum þarf að berjast í orðsins fyllstu merkingu fyrir sínum rétti og sinni stöðu, en mjög mikilvægt er að forðast í þessum atgangi öllum að taka stympingar heimamanna persónulega.


Hrepparígur hamlar framþróun í Kína

Undirbúningur fyrir Kínaferðina stendur nú sem hæst, bólusetningar fyrir allskyns kvillum og framandi bakteríuflóru, umsókn um vegabréfsáritun og frágangur á lausum endum. Borgin sem ég er að fara til heitir Shenzhen og liggur svo gott sem áföst Hong Kong. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu þessar borgir að vera að vinna saman, t.d. að Svæðisskipulagi og sameiginlegri framtíðarsýn, en bæði er að viðskiptaveldið í HK hefur verið tregt í taumi til þess, auk þess sem lítið hefur verið gert í stjórnkerfinu fyrir ofan sveitastjórnarstigið til að auðvelda borgunum þetta. Það er því víðar en á litla Íslandi sem ytri aðstæður og hrepparígur hamlar eðlilegri framþróun svæða.

Drepa skólarnir sköpunargáfuna?

Á flandri mínu hér á blogginu í dag ráfaði ég inn á síðuna hans Jóhanns Björnssonar, eins og ég hef stundum gert áður. Að þessu sinni voru það þó skrif Kristjáns Guðmundssonar í athugasemdadálknum sem vöktu athygli mína; eða öllu heldur slóð sem hann benti á þar. Rétt í þessu var ég að ljúka við að hlusta á sir Ken Robinson flytja einhvern fróðlegasta og skemmtilegasta fyrirlestur sem ég hef lengi hlýtt á. Ef þið hafið áhuga á því að heyra um hvert við erum að stefna með menntun barnanna okkar, þá endilega smellið hér.

Hvenær segir maður heill og sæll og bless?

Það vefst fyrir mörgum hvenær þeir eiga að heilsa og kveðja. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég var upplýstur um það að sá sem kemur að, og sem sá sem fer (frá þeim sem fyrir er á staðnum), á að vera fyrri til að heilsa og kveðja. Yngra fólk telur gjarnan að þegar fullorðinn á í hlut, eigi sá eldri að heilsa og kveðja, eða vera fyrri til að bjóða góðan dag. Fólk á miðjum aldri kann þetta oft ekki heldur; gengur inn í herbergi og bíður eftir að því sé heilsað... eða finnst kannski bara óþarfi að viðhafa svona gamaldags kurteisi... og lætur það alveg ógert að heilsa. Það einfaldar hinsvegar margt í mannlegum samskiptum ef fólk kann þetta og notar rétt.

Skítt að vera drepinn vegna klósettferðar

Lögreglan á það til að gera mistök, þó þau séu sem betur fer sjaldan jafn afdrifarík og í tilfelli brasilíska rafvirkjans sem Lundúnalögreglan skaut til bana á lestarpalli í hitteðfyrra. Löggan grunaði mann um að undirbúa hryðjuverk og var hópur sendur til að fylgjast með honum. Því miður var aðeins einn í lögguhópnum sem gat borið kennsl á hinn grunaða. Þegar honum varð mál og þurfti að bregða sér á klóið á krítísku augnabliki, hófst eftirför á röngum manni, saklausum rafvirkja sem hinum lögreglumönnunum fannst líkjast þeim grunaða. Stuttu síðar galt svo Brasilíumaðurinn fyrir klósettferð löggunnar með lífi sínu. Helvíti skítt verður maður að segja.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband