Eins fyrirtækis samfélag

Slæm reynsla víða um veröld af því að byggja atvinnustarfsemi heils samfélags á einu fyrirtæki er nú að koma í ljós fyrir austan. Ofurvald Alcoa á Reyðarfirði yfir samfélaginu þar lýsir sér í harkalegri framkomu við starfsfólk sem það hafði boðið gull og græna skóga og fagra framtíð. Fjöldi manns sem féll fyrir gylliboðinu og flutti austur, er að byrja að upplifa þvílíkt heljartak þetta fyrirtæki hefur á samfélaginu öllu; langflestir íbúarnir og sömuleiðis fyrirtækin þurfa að bukka sig og beygja eins og Alcoa þóknast. Ómanneskjulegar uppsagnir tveggja kvenna þar nú í vikunni eru bara upphafið að valdníðslunni sem í vændum er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þeir byrja ekki vel,  á sama tíma og þeir seigast vera fjölskylduvænt fyrirtæki og eyða miklu í auglýsingar hvað þetta er góður vinnustaður fyrir konur.  Þær konur sem hóf störf fá svo uppsaganabréf þar sem er sagt að þær passi ekki inn í hópinn.  þetta er mjög lélegt hjá alcoa og ef þeir byrja svona hvernig verða þeir þegar þeir eru komnir á fullt.  Greinilega ekki gott fyrirtæki til að vinna hjá. 

Þórður Ingi Bjarnason, 26.10.2007 kl. 13:16

2 identicon

Staðan á Sauðárkrók er náttúrulega mikið skárri og á leið í allt aðra átt, ekki rétt?

Ægir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 03:29

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þó Kaupfélag Skagfirðinga sé stór vinnuveitandi og hafi víða ítök í Skagafirði, þá kemst það ekki með tærnar þar sem Alcoa hefur hælana á Reyðarfirði. Auðvitað hefur það bæði kosti og galla að hafa fjársterkt fyrirtæki með ráðandi stöðu í litlu samfélagi. Versta útgafan af þessu er þegar auðveldlega er hægt að selja starfsemina (les: kvótann) burtu af staðnum, og gera með því fólk atvinnulaust og eignir þess verðlausar. Í BnA hafa samfélög verið byggð í kringum eina stóra fabrikku og þegar eigendum dettur í hug að "hagræða", t.d. með því að leggja niður fjölmennar deildir eða reksturinn í heild sinni, þá fylgja mjög alvarlegar byggðahörmungar í kjölfarið. Hagur almennings er líka oft fyrir borð borinn í svona samfélögum, þar sem ekki er samkeppni um vörur, þjónustu eða vinnuafl.

Jón Þór Bjarnason, 28.10.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband