Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Yfirbílstjórinn Davíð

Mynd af Baggalutur.is

Söfnun í Danmörku handa fátækum Íslendingum

Blaðamenn Extra BladetÞeir eru húmoristar dönsku strákarnir hjá Extra Bladet, sem stóðu í gær á götunni með söfnunarbauka og báðu fólk að gefa Íslendingum pening. Húmorinn verður svo enn beittari ef það er haft í huga hvar söfnunin fór fram, haha. Smellið HÉR til að sjá myndskeiðið (virkaði betur hjá mér í IE en Firefox).

Bankauglýsingarnar burt... í bili!

Væri ekki smekklegra, með íslenska efnahags(gl)undrið í huga, að bankarnir kipptu snarlega úr birtingu auglýsingum í fjölmiðlum; sumar með svo óviðeigandi fagurgala að manni hryllir við?

Álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir niðurstöðu álagsprófsins sýna að að undirstöður íslensku bankanna séu traustar og að eiginfjárstaða þeirra sé sterk. "Þessar niðurstöður sýna að bankarnir geta staðist veruleg áföll..."(J.F.J., 21. ágúst 2008; heimild: http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188)

Einkavæðing

“Undanfarið hefur lítið farið fyrir umræðum um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Það er miður því ennþá stendur ríkið í atvinnurekstri sem einkaaðilar eru fullfærir um að sinna. Það sem verra er, er að flest þessi ríkisfyrirtæki eru í samkeppni við einkaaðila á markaði, en það er kunnara en frá þurfi að segja að á slíkum samkeppnismörkuðum verður samkeppnisstaða fyrirtækjanna aldrei og getur aldrei orðið jöfn. Síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum hefur ekkert ríkisfyrirtæki verið einkavætt.” (Sigurður Kári, 25. ágúst 2008; heimild: http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/625051/)

Íslenska efnahagsundrið er engin bóla

„Þrátt fyrir mjög alvarlega stöðu í íslenskum efnahagsmálum um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að íslenska efnahagsundrið er engin bóla og ef við stöndum rétt að málum þá er Ísland land tækifæranna og horft verður til Íslands um fyrirmyndir á næstu árum og áratugum." Þetta segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í grein í Markaðnum í dag. (3. september 2008; heimild: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4193/)

Hvað finnst Árna ekki passa í þessum ummælum Agnesar?

„Mér fannst þessi grein Árna náttúrlega algjört reginhneyksli enda finnst mér maðurinn vera reginhneyksli. Hann er eiginlega hálfgert stórslys þessi maður. Hann er dæmdur glæpamaður. Hann var mútuþægur, dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi og svo stígur hann fram, maðurinn sem aldrei iðraðist, hafði aldrei gert neitt rangt og upphefur sjálfan sig…“ Eins og menn vita stefnir Árni nú Agnesi og vill fá 5 milljónir í miskabætur. Er ÞETTA ekki bara allt í gríni?

Flýtir sinnuleysið fyrir fólksfækkun á landsbyggðinni?

Ég spái því að margir sveitafélagsmenn á landsbyggðinni vakni upp við vondan draum áður en septembermánuður er úti, þegar í ljós kemur óeðlilega hröð fækkun íbúa í mánuðinum. Ástæðan eru nýjar reglur Strætó bs um frí nemendakort, en á þessu skólaári er þess nú krafist að nemendur eigi lögheimili á stór-Reykjavíkursvæðinu til að fá umrædd kort. Ef menn væru vakandi og á tánum fyrir velferð síns sveitarfélags ætti þetta að vera einfalt reikningsdæmi: Hve miklu tapar sveitarfélagið í glötuðum útsvarsgreiðslum vegna lögheimilisflutnins þessa fólks og væri kannski ódýrara fyrir þau að niðurgreiða strætókortin fyrir nemendurna? Mér skilst að það kosti aðeins um 30 þúsund fyrir allan skólaveturinn. Hætt er við því að nemandi sem flytur lögheimilið sitt suður flytji það ekki alveg í bráð aftur heim í hérað.

Meira talað en framkvæmt hér á landi

Við lestur nýjustu skýrslu Byggðastofnunar verður manni enn frekar ljóst hvað íslensk stjórnvöld hafa verið stefnu- og máttlaus í byggðamálum og jöfnun lífskjara í landinu. Í samanburði við alvöru aðgerðir nágrannalanda okkar erum við með allt niðrum okkur í þessum málum, svo vægt sé til orða tekið. Eitt sorglegt dæmi úr okkar auma veruleika eru háhraðatengingar á dreifbýlum svæðum, sem átti að vera löngu búið að framkvæma fyrir hluta af því fé sem ríkið fékk við sölu Landsímans sáluga. Fróðlegt er að skoða Fjarskiptaáætlun 2005-2010, þar sem m.a. stendur: "Að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007." Eins og flestir vita er þetta ekki enn komið til framkvæmda. Dæmi um það sem nágrannar okkar eru að gera fyrir fyrirtæki og íbúa byggðarlaga í vanda, er t.d:

  • Afnám/undanþága tryggingagjalds
  • Niðurfelling/lækkun á endurgreiðslu námslána
  • Lækkun á raforkugjaldi
  • Lækkun á tekjuskatti
  • Hækkun barnabóta (umfram aðra)
  • Launagreiðslur til leikskólakennara (viðbótargreiðsla umfram aðra)

Fimm milljónir...

... eru svona svipuð upphæð og algengt er að íslensk stjórnvöld styrki verkefni af þessum toga með... í verðlitlum íslenskum krónum auðvitað!  Munurinn er sá að þessar sænsku fimm milljónir eru alvöru upphæð (þrettánfalt verðmeiri), sem dugir lengra en fyrir brotabroti kostnaðar við uppbyggingu svona menningarseturs. Til hamingju Húsvíkingar!
mbl.is Sænsk stjórnvöld styrkja Garðarshólmaverkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband