Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frelsið er dýrmætt

Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Skilningur á mikilvægi hans í mínum huga tengist því sem ég er að lesa þessa dagana, nefnilega Dýrmætast er frelsið, eftir Hege Storhaug. Þar er fjallað um innflytjendavanda á vesturlöndum í víðu samhengi og sýn mín á Íslam og ólíkan menningarmun og hugmyndafræði hefur dýpkað. Staða konunnar í þeirri trúarveröld er mjög bágborin og á einum stað lýsir höfundur bókarinnar þessu þannig, að kona hefur í raun mun minni rétt en þræll eða trúleysingi, sem þó hafa afar lágan status hjá múslimum. Bæði þrællinn og trúleysinginn eiga nefnlega möguleika á að fá uppreist æru; þrællinn að verða frjáls maður meðal manna, og trúleysinginn að taka trú og öðlast virðingu á nýjan leik. Konan verður hinsvegar „bara" kona, sem oft þarf að lúta boðum og bönnum Kórans eða Sharía, og skelfilegum yfirgangi ættar-, feðra- og karlaveldis! Ef þú vilt öðlast sýn inní veröld sem okkur flestum hulin, en mikilvægt er að hafa skilning á, þá skaltu lesa bók Storhaug.


RITSKOÐUN – RUV HNEYKSLI?

Þriðjudaginn 3. mars sl. átti að vera á dagskrá RUV-sjónvarp þáttur í röðinni Clement Interviewer, eins og þriðjudaginn á undan, þ. 24. febrúar. Í staðinn ræddi Bogi Ágústsson við hagfræðing í Bláa Lóninu. Fínt viðtal. Þriðjudaginn 10. mars var svo eins og jörðin hefði gleypt Clement Interviewer þáttaröðina. Í þættinum 3. mars ætlaði Clement að ræða við Josehp Stiglitz nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Stiglitz hefur gagnrýnt alþjóðavæðinguna harkalega og segir hinn frjálsa markað ekki geta lifið án hins opinbera, sé óréttlátur og komi oftar en ekki niður á almenningi. Í dag fékkst staðfest hjá RUV að þessi þáttur, sem vera átti 3. mars, verði ekki á dagskrá fyrr en 28. apríl. Eins og menn vita eru kosningar 25. apríl og svo virðist sem öfl innan RUV telji okkur ekki holt að sjá gagnrýni á frjálshyggjuna fyrr en að kosningum loknum. Ritskoðun? Þöggun? Spyr sá sem ekki veit!

Hundsaði Seðlabankinn ráðleggingar Stiglitz?

"Takmörk á hraða útlánaaukningar einstakra banka eru ef til vill einnig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármálakreppu á síðari árum og að öryggisnet fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmarkanir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjárkröfur, hærri innborganir í innlánstryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hraðar en tiltekin mörk leyfa." Ágrip úr skýrslu Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í Hagfræði 2001, til Seðlabanka Íslands.


Áherslur Sigurðar Kára

Sjálfstæðisflokkurinn á einna stærstan þátt í þeim hamförum sem lagt hafa efnahag okkar lands í rúst. Nú segjast þeir vera á kafi í björgunarstörfum í rústunum.  Þing kom saman á ný í dag eftir jólafrí. Og hvaða málefni skyldu mönnum vera efst í huga við þær hörmulegu aðstæður sem nú blasa við?  Sjáið fjórða mál á dagskrá Alþingis í dag með því að smella HÉR. Skál Sigurður Kári!

Ó, þjóð mín þjóð... Hvar ertu?

Vek sérstaka athygli á þessari hugvekju Láru Hönnu!

Er þetta hinn dæmigerði Íslendingur?

Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður

Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.

Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,

Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.

 

Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu

í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.

Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,

Þótt einhvernjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.

 

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,

að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.

Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.

Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.

 

- Steinn Steinarr -


Skagafjordur.com skáldar fyrirsagnir

Á heimaslóð Skagfirðingsins var gerð lítil könnun. Spurt var þriggja spurninga varðandi Evrópusambandið. Þegar könnuninni lauk birtist eftirfarandi fyrirsögn á vefsíðunni:

Ríflega 42% segja nei takk við Evrópukássunni

- Tæplega 48% vilja skoða málið

Samkvæmt þessu var mjótt á munum. Þeir sem hinsvegar opnuðu fréttina og túlkuðu tölfræðiniðurstöðurnar sjálfir sáu að tæp 60% sögðust annaðhvort vilja ganga í Evrópuasmbandið eða skoða málið hið fyrsta; rúm 40% sögðu nei. Í fyrirsögninni var þeim 10% hópi sem fannst hið eina rétta að ganga í sambandið alveg sleppt, og því var hún bæði villandi og röng. Hvort þetta var gert með ásettu ráði skal ekkert um sagt.


Sama ruglið hjá RUV – Ríkisstjórnarútvarpi sumra landsmanna!

Í fjögurfréttum RUV-útvarp var sagt frá þessum mörg þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli. Ekkert var efnislega sagt frá því sem kom þar fram í máli ræðumanna. Það var hinsvegar viðtal við átta ára stelpu sem var spurð að því hvernig henni fyndist að vera þarna innan um svona margt fólk, þar sem sumir væru reiðir. Og ég sem var að vona að ríkistúvarpið okkar væri hætt að ofbjóða okkur sem ríkisstjórnarútvarp!

mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta liggur í loftinu nafni

Björgvin og Þórunn eru bara að tjá sig til samræmis við vilja þjóðarinnar, sem sér í lagi vantreystir sjálfstæðisflokki til að sitja degi lengur við völd. Ef ekki verður gefin út yfirlýsing á allra næstu dögum um að kosningar verði snemma næsta vor, er hætta á vaxandi átökum og grófari mótmælaaðgerðum almennings!
mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt

Raddir fólksins heyrast orðið í æ meira mæli á netinu, hvort sem það er á bloggsíðum, fésbókum eða annarsstaðar. Meðan þetta form er að slíta barnsskónum reka menn sig á kosti og galla, og átta sig á hvernig á að nota þetta ábyrgt. Stjórnvöld og fyrirtæki ljúga að okkur hægri vinstri, eins og við höfum fengið að kynnast hér á landi síðustu misseri. Rödd fólksins, okkar raddir, verða að fá að heyrast til mótvægis við raddir aðila annarlegra hagsmuna. Eðli málsins samkvæmt tekur það tíma að átta sig á hvernig við förum best með þetta nýfengna vald.
mbl.is Falla í pytti á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband