Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.3.2010 | 12:39
Frelsið er dýrmætt
Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Skilningur á mikilvægi hans í mínum huga tengist því sem ég er að lesa þessa dagana, nefnilega Dýrmætast er frelsið, eftir Hege Storhaug. Þar er fjallað um innflytjendavanda á vesturlöndum í víðu samhengi og sýn mín á Íslam og ólíkan menningarmun og hugmyndafræði hefur dýpkað. Staða konunnar í þeirri trúarveröld er mjög bágborin og á einum stað lýsir höfundur bókarinnar þessu þannig, að kona hefur í raun mun minni rétt en þræll eða trúleysingi, sem þó hafa afar lágan status hjá múslimum. Bæði þrællinn og trúleysinginn eiga nefnlega möguleika á að fá uppreist æru; þrællinn að verða frjáls maður meðal manna, og trúleysinginn að taka trú og öðlast virðingu á nýjan leik. Konan verður hinsvegar bara" kona, sem oft þarf að lúta boðum og bönnum Kórans eða Sharía, og skelfilegum yfirgangi ættar-, feðra- og karlaveldis! Ef þú vilt öðlast sýn inní veröld sem okkur flestum hulin, en mikilvægt er að hafa skilning á, þá skaltu lesa bók Storhaug.
24.3.2009 | 20:30
RITSKOÐUN – RUV HNEYKSLI?
24.3.2009 | 20:10
Hundsaði Seðlabankinn ráðleggingar Stiglitz?
"Takmörk á hraða útlánaaukningar einstakra banka eru ef til vill einnig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármálakreppu á síðari árum og að öryggisnet fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmarkanir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjárkröfur, hærri innborganir í innlánstryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hraðar en tiltekin mörk leyfa." Ágrip úr skýrslu Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í Hagfræði 2001, til Seðlabanka Íslands.
20.1.2009 | 14:25
Áherslur Sigurðar Kára
10.1.2009 | 11:57
Ó, þjóð mín þjóð... Hvar ertu?
10.1.2009 | 11:46
Er þetta hinn dæmigerði Íslendingur?
Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður
Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.
Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,
Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.
Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu
í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,
Þótt einhvernjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.
Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.
- Steinn Steinarr -
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 18:29
Skagafjordur.com skáldar fyrirsagnir
Á heimaslóð Skagfirðingsins var gerð lítil könnun. Spurt var þriggja spurninga varðandi Evrópusambandið. Þegar könnuninni lauk birtist eftirfarandi fyrirsögn á vefsíðunni:
Ríflega 42% segja nei takk við Evrópukássunni
- Tæplega 48% vilja skoða málið
Samkvæmt þessu var mjótt á munum. Þeir sem hinsvegar opnuðu fréttina og túlkuðu tölfræðiniðurstöðurnar sjálfir sáu að tæp 60% sögðust annaðhvort vilja ganga í Evrópuasmbandið eða skoða málið hið fyrsta; rúm 40% sögðu nei. Í fyrirsögninni var þeim 10% hópi sem fannst hið eina rétta að ganga í sambandið alveg sleppt, og því var hún bæði villandi og röng. Hvort þetta var gert með ásettu ráði skal ekkert um sagt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2008 kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2008 | 16:12
Sama ruglið hjá RUV – Ríkisstjórnarútvarpi sumra landsmanna!
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 09:30
Þetta liggur í loftinu nafni
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 07:14
Eðlilegt
Falla í pytti á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |