Skagafjordur.com skáldar fyrirsagnir

Á heimaslóð Skagfirðingsins var gerð lítil könnun. Spurt var þriggja spurninga varðandi Evrópusambandið. Þegar könnuninni lauk birtist eftirfarandi fyrirsögn á vefsíðunni:

Ríflega 42% segja nei takk við Evrópukássunni

- Tæplega 48% vilja skoða málið

Samkvæmt þessu var mjótt á munum. Þeir sem hinsvegar opnuðu fréttina og túlkuðu tölfræðiniðurstöðurnar sjálfir sáu að tæp 60% sögðust annaðhvort vilja ganga í Evrópuasmbandið eða skoða málið hið fyrsta; rúm 40% sögðu nei. Í fyrirsögninni var þeim 10% hópi sem fannst hið eina rétta að ganga í sambandið alveg sleppt, og því var hún bæði villandi og röng. Hvort þetta var gert með ásettu ráði skal ekkert um sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skagfirðingar með Þórólf í broddi fylkingar, berjast nú gegn ESB aðild eins og þeir lifandi geta. Það kemur ekki á óvart að þeir birti það sem "heppilegra er" en láti  þetta með sannleikann liggja á milli hluta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.12.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er alltaf álitamál hvort glasið er hálftómt eða hálffullt.

Ég kýs að orða þetta svo að ég fagni því að nærri helmingur Skagfirðinga neiti afdráttarlaust að láta embættismenn í Brussel segja til um hvenær Grétar á Hóli megi byrja að sýna rollunum hrút. 

Árni Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já af því að við eigum svo hæfa embættismenn Árni, sem gæta hagsmuna okkar í hvívetna, t.d. með setningu regluverks sem kemur í veg fyrir þjóðargjaldþrot sem leiðir til að lítilmagnanum verði fjárhagslega nauðgað næstu áratugi...?  Menn sem reyna að stoppa inngöngu okkar í EB vegna einhvers rollukjaftæðis eru ekki að hugsa um hag almennings í landinu!

Jón Þór Bjarnason, 20.12.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessir embættismenn sem þú nefnir svo eru starfandi í umboði mikils meirihluta kjósenda Jón Þór. Samkvæmt því hlýtur sami meirihluti að vera prýðilega sáttur við okkar ágætu embættismenn og pólitíkusa. Ef lítilmagninn hleypur aftur í fang nauðgarans eftir að hafa girt sig í brækur þá hefur hann bara verið nokkuð sáttur við nauðgunina þegar allt kom til alls.

Árni Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband