Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kraftaverkaklippingar?

Kate Bush Vinkona mín fór í morgun á stofu að láta snurfusa á sér hárið; klippa og strípa. Þetta væri ekki í frásögur færandi, nema að í stólinn við hliðina á henni settist stelpa sem bar fram afar sérkennilega ósk. Sjálfsagt fá hárskerar ýmsar skrýtnar beiðnir, sem erfitt er að verða við. Allavega kom mjög skrýtinn svipur á þennan, þegar stelpan bað í fullri alvöru um klippingu eins og Kate Bush, þannig að hún virkaði bæði beinni í baki og undirhakan á henni sæist ekki!

Skagafjörður - Skemmtilegur í fríinu!

Um 30 þúsund manns heimsækja Glaumbæ árlegaNú er loks tilbúinn til prentunar, ferðabæklingurinn um Skagafjörð sem ég er búinn að vera að vinna við síðustu mánuði. Útkomuna á þessum veglega 24 blaðsíðna mynd- og litskrúðuga bæklingi er hægt að sjá á pdf-sniði með því að smella á viðhengið hér að neðan. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við hugmynda- og textavinnu, útfærslur og myndefni; lásu yfir og gerðu gagnlegar athugasemdir. Kærar þakkir fyrir gefandi samstarf til ykkar allra sem unnuð með mér að bæklingnum.

Í þjónustukortum fyrir Sauðárkrók (um 9 mb) og Skagafjörð (um 10 mb) má svo finna meira um ferðaþjónustufyrirtækin sem taka á móti ykkur þegar þið komið í Skagafjörðinn í sumar Happy


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tékka betur á þessu næst...

Tékkar héldu að þeir væru að fara að leika landsleik við Lettland, spilaðu þjóðsöng þeirra, flögguðu fána og birtu myndir í dagskrá fyrir leikinn. Áttuðu sig svo á því þegar í óefni var komið að landsliðið sem þeir stóðu andspænis á vellinum væri frá Litháen, ekki Lettlandi. Litháarnir urðu auðvitað sármóðgaðir yfir þessari vanvirðu. Tékkar hafa nú beðist afsökunar og lofa að tékka betur á því næst hverja þeir eru að spila við. Til að vera alveg vissir finnst mér fullt tilefni til að þeir dobbeltékki á því!

The icelandic horse has five gaits...

... já, ég er ekki að djóka, hann er með 5 "gaits" ... sjáið bara sjálf, hér :)

Kínamyndir

Myndir frá ferðinni í desember sl eru komnar inn í myndaalbúm... hér!

Drangeyjarmyndir

Um 30 myndir frá eggjatökuferðinni eru nú komnar inn í myndaalbúm hér til vinstri, eða bara hér!

Bjargsig í Drangey

Ásta á leið fram af bjargbrún, Viggó við stokkinn og Jón Þór að kvikmynda í baksýnDrangey var um aldir forðabúr Skagfirðinga, en þangað hefur ávallt verið hægt að sækja í fulla matarkistu af fugli og eggjum. Í gær fór vaskur hópur karla og kvenna út í eyju, bæði til að ná sér í svartfuglsegg í matinn, en einnig til að halda við aldagömlum venjum. Ásta Jóns Drangeyjarjarlsdóttir seig niður eins og síðustu ár og restin af mannskapnum raðaði sér á vaðinn. Sjálfur tók ég að mér þann starfa fyrir Viggó bróðir sigkonunnar að kvikmynda í bak og fyrir það sem fram fór. Svona ferðir eru alltaf ógleymanlegar, þar sem maður á einu og sama augnablikinu sameinast náttúrunni og stígur í fótspor forfeðranna.

Falleg fasteign með einstöku útsýni yfir fagran fjörð

Hluti af útsýni úr stofuMá til með að benda á þetta einbýlishús á Sauðárkróki sem var að koma á sölu. Útsýnið þarna er alveg frábært; við blasa Drangey, Málmey og Þórðarhöfði, auk Molduxa, Tindastóls og austurfjalla. Skjólgóð verönd er til suðurs, og svo er útivistarparadísin í Litla-Skógi aðeins í 50m fjarlægð. Sjá nánar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bíó á Króknum eftir Skagfirðinga í Kvikmyndaskólanum

Sauðárkróksbíó sýnir um helgina tvær stuttmyndir; útskriftarverkefni tveggja Skagfirðinga sem voru að ljúka námi í Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin Yfirborð eftir Stefán Friðrik Friðriksson hlaut um síðustu helgi aðalverðlaunin á útskriftarhátíð í Laugarásbíói, en einnig verður sýnd í Sauðárkróksbíói myndin Þjófur, þjófur, eftir Ragnar P. Pétursson. (Í framhjáhlaupi má geta þess að við Ragnar lékum saman á fjölum Þjóðleikhússins árið 1996, í Sumrinu fyrir stríð, eftir Jón Ormar Ormsson).

Vonandi verður svo samskonar stuttmyndaveisla á Króknum að ári, þegar Skagfirðingarnir Davíð Jónsson og Styrkár Snorrason mæta heim með sín útskriftarverkefni, en þeir voru fyrir skemmstu að ljúka sínu fyrra ári í Kvikmyndaskólanum.


Sextugur svikahrappur á ferð

Ferðaþjónustubændur hafa orðið fyrir barðinu á manni sem þykist vera blaðamaður og fer fram á fría gistingu og mat, gegn því að skrifa grein um fyrirtækið. Hann stingur svo af án þess að borga, þótt  tilboði hans hafi ekki verið tekið. Hann er á bílaleigubíl frá Hasso, en þar á bæ liggur ónothæft kreditkortanúmer mannsins. Þessi u.þ.b. sextugi svikahrappur heitir Theodore Kosoy, ekur bíl með númerinu RE 814 og sást síðast á svæðinu í kringum Hornafjörð. Ferðaþjónustufólk, verið á varðbergi!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband