Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Aftur næsta laugardag

Á Austurvelli í dagÞetta var langþráð samkoma fyrir marga þá sem eru í sárum eða eru reiðir útí stjórnvöld, eftirlitsapparatið og Seðalbankann. Ljóst er að þetta lið hefur brugðist okkur og við höfum rétt á því að vera reið, sýna hvort öðru samstöðu og láta í ljós skoðanir okkar. Geir getur ekki sagt okkur að sýna æðruleysi og halda stillingu ef við kjósum að hegða okkur eða tjá okkur öðruvísi. Þó mörgu hafi verið frá okkur rænt síðustu vikur verður þetta frelsi ekki frá okkur tekið. Næsta laugardag kl. 15 verður haldin önnur og fjölmennari samkoma á Austurvelli, þar sem við munum vinna áfram að því að móta okkar nýju tíma.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan kom mér aftur á lappirnar

"Fjármálakreppan hefur komið mér aftur á lappirnar", heyrðist maður einn segja fyrr í vikunni, og bætti svo við: "Það er búið að taka af mér bílinn!"

Bjartsýnn bankastarfsmaður

Ný skilgreining á bjartsýni á þessum síðustu og verstu tímum, er þegar bankastarfsmaður tekur sig til á sunnudegi og straujar fimm skyrtur!

Snubbótt

Styttri íþróttafrétt hef ég aldrei lesið; synd og skömm, þar sem leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og spennu. Mistök á báða bóga, gloppóttur sóknarleikur og talsverður haustbragur á báðum liðum. Við Viggó Jónsson stóðum vaktina, görguðum okkur hása og klöppuðum okkur rauðhenta til stuðnings Tindastólsmönnum í Hólminum í gærkvöldi. Sigurinn gat auðveldalega fallið beggja vegna, en heppnin var með okkur í lokin.
mbl.is Tindastóll hafði Snæfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má grínast með sifjaspell?

Maður ætti auðvitað að láta athuga sig, að þykja þetta fyndið þegar Ólafía Hrönn nauðgar Pétri Jóhanni. Hverjum þætti það sniðugt ef dæminu væri snúið við og drukkinn boldangs Pétur nauðgaði pasturslítilli Ólafíu? Á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra sá ég dönsku myndina Listin að gráta í kór, en það er grínmynd um sifjaspell. Myndgerðarmönnum tekst hið ómögulega, nefnilega að fá mann til að hlæja með, en á sama tíma hafa innilega samúð með öllum hlutaðeigandi. Er þetta kannski bara málið í dag, að fá mann með þessu móti til að velta fyrir sér ólíkum sjónarhornum... og hlæja sig svo fram til heilbrigðrar niðurstöðu?
mbl.is Má grínast með nauðganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul saga og ný

Svo var það eitt sinn þann óra tíma,

að enga vinnu var hægt að fá.

Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glíma

við hungurvofuna, til og frá.

Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,

og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð.

Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,

um brauð handa sveltandi verkalýð.

 

Þann dag var hans ævi á enda runnin

og enginn veit meira um það.

Með brotinn hausinn og blóð um munninn,

og brjóst hans var sært á einum stað.

 

Úr Verkamanninum, eftir Stein Steinarr


Yfirbílstjórinn Davíð

Mynd af Baggalutur.is

Vantar þig gjaldeyri?

Þeir klikka ekki og eru alveg ómissandi á þessum viðsjálverðu tímum Baggalútsmenn. Á síðunni þeirra, baggalutur.is má nú meðal annars lesa þessar smá-auglýsingar:

Ertu í sorgarferli?

Ekki byrgja reiðina inni. Erum að ráða núna.

Handrukkun Bússa og Valda.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Vantar þig gjaldeyri?

Eigum slatta af erlendri mynt sem fáanleg er gegn vægu gjaldi. Skilyrði er að gjaldeyriskaupendur kafi sjálfir eftir myntinni.

-Þingvallanefnd-

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Viltu slaka á eftir erfiðan dag í bankanum?

Líttu við og slakaðu á í góðra vina hópi. Alltaf heitt á könnunni. Athugið að almenningur er ekki velkominn.

Stjórnarráðið – sælureitur í alfaraleið


Elton John Lennon á Gullbylgjunni

Á útvarpsstöðinni Gullbylgjunni var í gær sagt frá því að Yoko Ono væri komin til landsins til að kveikja elton-john_694782.jpgá friðarsúlunni og minnast með því dauða eiginmanns síns, Eltons Johns. Síðan var spilað lag með hinum samkynhneigða tónlistarmanni, sem var síðast þegar ég vissi, alveg sprelllifandi. Kannski voru það kringlóttu Lennon-gleraugun sem Elton John skartar gjarnan sem urðu til að svo heiftarlega sló útí fyrir kynninum. Vona bara að fáir Bretar hafi heyrt þetta, nóg höfum við nú böggað þá samt síðustu daga.

Söfnun í Danmörku handa fátækum Íslendingum

Blaðamenn Extra BladetÞeir eru húmoristar dönsku strákarnir hjá Extra Bladet, sem stóðu í gær á götunni með söfnunarbauka og báðu fólk að gefa Íslendingum pening. Húmorinn verður svo enn beittari ef það er haft í huga hvar söfnunin fór fram, haha. Smellið HÉR til að sjá myndskeiðið (virkaði betur hjá mér í IE en Firefox).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband