Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bankauglýsingarnar burt... í bili!

Væri ekki smekklegra, með íslenska efnahags(gl)undrið í huga, að bankarnir kipptu snarlega úr birtingu auglýsingum í fjölmiðlum; sumar með svo óviðeigandi fagurgala að manni hryllir við?

Álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir niðurstöðu álagsprófsins sýna að að undirstöður íslensku bankanna séu traustar og að eiginfjárstaða þeirra sé sterk. "Þessar niðurstöður sýna að bankarnir geta staðist veruleg áföll..."(J.F.J., 21. ágúst 2008; heimild: http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188)

Einkavæðing

“Undanfarið hefur lítið farið fyrir umræðum um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Það er miður því ennþá stendur ríkið í atvinnurekstri sem einkaaðilar eru fullfærir um að sinna. Það sem verra er, er að flest þessi ríkisfyrirtæki eru í samkeppni við einkaaðila á markaði, en það er kunnara en frá þurfi að segja að á slíkum samkeppnismörkuðum verður samkeppnisstaða fyrirtækjanna aldrei og getur aldrei orðið jöfn. Síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum hefur ekkert ríkisfyrirtæki verið einkavætt.” (Sigurður Kári, 25. ágúst 2008; heimild: http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/625051/)

Íslenska efnahagsundrið

"Hvað olli íslenska efnahagsundrinu? Festa í peningamálum og ríkisfjármálum, frelsi til viðskipta, myndun einkaeignarréttar á auðlindum, sala ríkisfyrirtækja og skattalækkanir. En ef til vill eru tvær aðrar spurningar nú forvitnilegri. Hvaðan komu íslensku víkingunum fé til að kaupa fyrirtæki sín hér og erlendis? Augljós skýring er auðvitað hinir öflugu lífeyrissjóðir. En önnur skýring ekki síðri er, að fjármagn, sem áður var óvirkt, af því að það var eigendalaust, óskrásett, óveðhæft og óframseljanlegt, varð skyndilega virkt og kvikt og óx í höndum nýrra eigenda." (Hannes Hólmsteinn, 21. september 2008; heimild: http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/317818/)

Íslenska efnahagsundrið er engin bóla

„Þrátt fyrir mjög alvarlega stöðu í íslenskum efnahagsmálum um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að íslenska efnahagsundrið er engin bóla og ef við stöndum rétt að málum þá er Ísland land tækifæranna og horft verður til Íslands um fyrirmyndir á næstu árum og áratugum." Þetta segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í grein í Markaðnum í dag. (3. september 2008; heimild: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4193/)

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband