Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Elliglöp m.m.

Ég bloggaði um lýsið hér, en þar kemur fram ýmislegt fleira gott sem þessi eðaldrykkur bætir. Ég hef tekið matskeið af lýsi frá blautu barnsbeini, og tek það með mér milli heimsálfa þegar ég ferðast :))
mbl.is Mikilvægt að allir taki lýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Póstur!

Mig vantar svar við vandamáli, en þannig er að konan mín vinnur oft óeðlilega lengi, kemur heim seint og angar þá af rakspíra. Hún brjálast ef ég skoða gsm-inn hennar, en hún fær oft dularfull símtöl í heimasímann sem hún neitar að segja frá. Hún er stundum úti á kvöldin og er þá keyrð heim af einhverjum manni sem ég ekki kannast við.

Einu sinni ætlaði ég að njósna og reyna að sjá betur hver þessi maður væri. Rétt áður en hún kom heim læddist ég út og faldi mig bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég mér til mikillar furðu olíuleka á hjólinu. Og nú spyr ég, kæri póstur, er eðlilegt að það komi leki á hjól sem er aðeins búið að keyra um 20.000 km?


Óviðeigandi opnanir

Sat í bíl í gærkvöldi með nokkrum konum sem ræddu útganginn á einni sjónvarpsþulunni, sem hafði víst verið með blússuna sína aðeins of mikið fráhneppta að þeirra sögn: Það sást bara allt, það flæddi hold! Þeim fannst þetta hræðilegt og skildu ekki í að ég væri þeim ekki sammála. Þær reyndu að fá mig á sitt mál: Þetta er svo neyðarlegt, sögðu þær, svona eins og að vera með opna buxnaklauf!

Mósaikverk...

... sem fáir vita um, er staðsett í kirkjuturninum á Hólum í Hjaltadal. Ég bloggaði einmitt um það hér.
mbl.is Erró áritar bók og gefur grafíkverk á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbót af Ruv.is:

Ruv.is sagði frá þessu líka, en endaði fréttina á öðrum nótum: 

Fréttaritari BBC segir þetta mikla bjartsýni og byggða á hagstæðri framvindu mála á aðeins örfáum mánuðum...

...Ýmiss ný vandamál séu þó í augsýn. Þannig segir Independent frá einu þeirra í dag. Æ fleiri bændur hafi horfið frá hefðbundnum landbúnaði og snúið sér að ræktun valmúa til heróínframleiðslu. Þessir bændur njóti verndar vígasveita, bæði sjíta og súnníta, sem leggi stund á glæpi.


mbl.is Spá góðu ári í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erró á Hólum í Hjaltadal

Mósaikmynd Erró HólarMörgum þykir sérkennilegt í fyrstu að sjá að kirkjuturninn á Hólum í Hjaltadal stendur eins og spíra til hliðar við kirkjuna. Í raun er þessi turn minnisvarði um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupinn á Íslandi, sem hálshöggvinn var 1550, en turninn var vígður á 400 ára dánarafmæli Jóns árið 1950. Þegar inn í turninn er komið blasir við mósaiklistaverk eftir meistara Erró, og þetta vita ekki margir Skagfirðingar, hvað þá utanhéraðs-Íslendingar. Já, þau leynast víða verkin merku sem vert er að skoða nánar.

Kúl tröllkerlingar í Keldudal

Fyrir miðjum Skagafirði liggur Hegranesið og klífur Héraðsvötn í tvennt. Þar eru klettaborgir miklar og þaðan sprottnar margar sagnir um álfa og huldufólk. Sunnarlega á nesinu er ferðaþjónustubýlið Keldudalur, þar sem m.a. hefur fundist merkilegur grafreitur úr heiðni. En þar eru líka álfar og huldufólk, og það sem meira er, líka tröllkerlingar. Sjáandi einn var fenginn til að ganga um jörðina og rissa upp og lýsa því sem fyrir augu bar. Ferðamenn sem gista í Keldudal geta fengið þessar teikningar plastaðar með í gönguferð um svæðið, en á einni þeirra má sjá heljarmikla tröllkerlingu, bera að ofan með flennistór brjóst. Þarna eru því álfar, huldufólk og tröllkerlingar... fyrir alla fjölskylduna!

Að láta draumana rætast

Ég dáist að fólki eins og Huldu Björnsdóttur, sem sagt er frá í sunnnudagsblaði Moggans nú um helgina, sem seldi allt sitt á Íslandi og flutti til Fuzhou í Kína. Þar ætlar hún að starfa við að kenna ensku og dans, en á Íslandi hafði hún unnið á skrifstofu sama fyrirtækis í 24 ár. Hulda er hugrökk kona sem sýnir fram á að það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast, jafnvel ekki þegar komið er fram á sjötugsaldurinn!

Ber nafn með rentu...

Nú finnst mér loks að þessi sænski bær standi undir nafni; það býður auðvitað uppá það þegar konurnar eru orðnar berbrjósta að í laugunum þarna verði hið mesta sundsvall Tounge
mbl.is Ber brjóst leyfð í Sundsvall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband