Erró á Hólum í Hjaltadal

Mósaikmynd Erró HólarMörgum þykir sérkennilegt í fyrstu að sjá að kirkjuturninn á Hólum í Hjaltadal stendur eins og spíra til hliðar við kirkjuna. Í raun er þessi turn minnisvarði um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupinn á Íslandi, sem hálshöggvinn var 1550, en turninn var vígður á 400 ára dánarafmæli Jóns árið 1950. Þegar inn í turninn er komið blasir við mósaiklistaverk eftir meistara Erró, og þetta vita ekki margir Skagfirðingar, hvað þá utanhéraðs-Íslendingar. Já, þau leynast víða verkin merku sem vert er að skoða nánar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband