Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
24.10.2007 | 15:55
Athugasemd til Þorvaldar Bjarna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 00:06
Ábyrgðarlaus pólitík í áfengismálum
Væntanlegt er frumvarp um að fara með vínið í matvörubúðirnar. Allir eru sammála um að auðveldara sé að nálgast vín í matvörubúðum en í Vínbúðunum. Það heitir að aðgengi aukist, sem leiðir til aukinnar neyslu. Sigurður Kári þingstrákur sagði í sjónvarpinu í kvöld að ef það yrði raunin, þá yrði að auka forvarnir. Þær kosta peninga, en í nýja frumvarpinu er talað um að lækka áfengisgjaldið sem rennur til ríkisins. Við þessar breytingar hefði ríkið minni tekjur af vínsölu en nú. Ef auka á fjármagn til forvarna á sama tíma og tekjur minnka af vínsölu, þarf þá ekki að skera niður eða að auka skatta?
Eina ástæðan fyrir því að lækka þurfi áfengisgjaldið ef vínið fer í búðirnar, er sú að engin verslun getur sætt sig við þá lágu álagningu sem Vínbúðin leggur á vörurnar í dag, en hún er aðeins á bilinu 6 - 11 % (fer eftir styrkleika). Frumvarpsflytjendur vilja lækka áfengisgjaldið svo vinir þeirra í verslunarstétt verði ríkari. Það sem þeir leggja til er að ríkið (les: við) verði fyrir bæði tekjuskerðingu og kostnaðarauka! En því miður er umræðan grunn og klisjukennd og lítill vilji til að horfa til reynslu annarra þjóða. Frumvarpið lyktar af óábyrgri frjálshyggjupólitík sem vinnur gegn almannahagsmunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 10:39
Megasartónleikarnir í Höllinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 14:53
11 reglur sem þú lærir ekki í skólanum
Í morgun hoppaði vikuritið Fræ inn um lúguna. Þar er að finna ellefu reglur sem Bill Gates sagði bandarískum unglingum frá í fyrirlestri.
- Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.
- Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægður með sjálfan þig.
- Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári um strax þegar þú útskrifast úr skóla, og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.
- Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til þú færð yfirmann.
- Að snúa hamborgurum er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það: Þau kölluðu það tækifæri.
- Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna, svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.
- Áður en þú fæddist voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvegið fötin þin, hreinsað upp draslið eftir þig og hlustað á það hvað þú ert töff, og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og vinir þinir bjargið regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.
- Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara, en lífið gerir það ekki. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.
- Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma.
- Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.
- Vertu góður við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 10:36
Nýjungatregir karlar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 10:08
Drengir, sjáiði ekki veisluna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 11:18
Fiskur í raspi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 11:17
Starfsmaður mánaðarins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 11:56
Illa farið með gott tækifæri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 11:28
Að hafa húmor fyrir sjálfum sér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)