15.1.2008 | 16:03
Kúl tröllkerlingar í Keldudal
Fyrir miðjum Skagafirði liggur Hegranesið og klífur Héraðsvötn í tvennt. Þar eru klettaborgir miklar og þaðan sprottnar margar sagnir um álfa og huldufólk. Sunnarlega á nesinu er ferðaþjónustubýlið Keldudalur, þar sem m.a. hefur fundist merkilegur grafreitur úr heiðni. En þar eru líka álfar og huldufólk, og það sem meira er, líka tröllkerlingar. Sjáandi einn var fenginn til að ganga um jörðina og rissa upp og lýsa því sem fyrir augu bar. Ferðamenn sem gista í Keldudal geta fengið þessar teikningar plastaðar með í gönguferð um svæðið, en á einni þeirra má sjá heljarmikla tröllkerlingu, bera að ofan með flennistór brjóst. Þarna eru því álfar, huldufólk og tröllkerlingar... fyrir alla fjölskylduna!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.