24.11.2007 | 17:46
Í þá daga mátti ekki gefa kynlíf í skyn
Skafti Ólafsson söngvari hefur í dag verið gestur Freys Eyjólfssonar í þættinum Geymt en ekki gleymt á Rás 2. Hann sagði m.a. frá því að lagið Allt á floti hafi eitt sinn verið bannað í Útvarpinu. Tímarnir hafa sannarlega breyst, því ástæðan var aðallega lokaerindi textans, þar sem segir:
Ég kem til þín í kvöld, við kossa blíða og ástareld
Bæði gleymum við stund og stað,
ég seg ei meir um það!
Þá verður allt á floti allsstaðar...
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Það þurfti ekki mikið til að lög væru bönnuð í útvarpinu í gamla daga. Til að mynda voru lög eftir klassísk skáld bönnuð í flutningi poppara.
Jens Guð, 25.11.2007 kl. 20:43
Nákvæmlega, það var gróf ritskoðun í gangi langt fram eftir öldinni sem leið, og sjálfsagt hefur síðasta erindið á þessu Allt á floti-lagi talist sérlega gróft á sínum tíma. Pælið í því, að banna Rock Classics, af því að það var ögrun við upprunalegu útsetninguna...
Jón Þór Bjarnason, 25.11.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.