Einróma upplifun

Eftir alltof langt hlé tók sig upp gamalt bros nú í vikunni (gamla góða kórsmælið), þegar við turtildúfurnar fórum á okkar fyrstu æfingu hjá Sönghópnum Norðurljós. Það er gaman að syngja; meira gefandi að syngja saman, en skemmtilegast að syngja í stórum kór, þar sem raddir fjölda karla og kvenna harmónera svo úr verður ein samstíga hljómhviða. Við það gerist eitthvað magnað, maður verður hluti af heild, rödd sem stækkar og gefur tónverki líf. Í samsöng hverfa á braut ólíkar skoðanir eða ágreiningur manna, og um stund tala allir sama tungumál. Slíkar stundir eru eitt af því mest gefandi sem ég upplifi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband