Heillandi handverkshefð

Í Gerðubergi stendur yfir sýning Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Handverkshefð í hönnun. Þar er sýnt á ótrúlega fjölbreyttan hátt hvernig handverkshefðin er nýtt sem innblástur í nýjum verkum. Í gær var boðið upp á leiðsögn sem dýpkar sýninguna og gæðir hana lífi sem annars er manni að mestu hulið. Þar mátti heyra söguna á bakvið Féþúfuna og Brjóstagjöfina, sem eru tvö af skemmtilegum verkum sýningarinnar, auk þess sem sagt var frá aðferðum við vinnslu og hvaða sögu höfundar vildu segja. Líklega verður aftur boðið upp á leiðsögn nk. sunnudag, 7. október kl.14., og ætti enginn áhugamaður um íslenska handverkshefð að láta hana fram hjá sér fara. Næst á dagskránni er svo að kíkja í Prjónakaffihúsið í Norræna húsinu, þar sem hluti fyrrnefndrar sýningar er (samsýning allra skólastiga á nemenndaverkefnum), svona áður en maður hefst handa við að setja upp sýningarkerfið fyrir Handverk og hönnun í Ráðhúsinu, sem hefst síðar í vikunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband