14.9.2007 | 12:53
Furðuleg fartölvusala í BT
Var að leita mér að fartölvu um daginn og fór víða, meðal annars í BT. Þar var sölumaður nýbyrjaður í starfi og gat fáu svarað um það sem ég spurði. Hann og félagi hans áttu svo í talsverðum vandræðum að finna og prenta út gögn um tvær tölvur sem ég hafði sýnt áhuga á og vildi fá með mér upplýsingar um. Allt þetta tók tíma og mikið var um vandræðagang, hik og bið. Rétt áður en ég fór rak ég augun í að íslenskir stafir voru fáir á lyklaborðinu, og á kolvitlausum stöðum. Mér var sagt að límmiðar ættu eftir að koma þarna á, en að þeir væru því miður bara til í svörtu. Lyklaborðin á vélunum sem ég hafði áhuga á voru hinsvegar í gráum lit. Mér var farið að líða eins og ég væri staddur inni í tölvubúð fyrir um 15 árum síðan, þegar þjónustustig var víða annað og lakara og vandamál með íslensk lyklaborð algeng. Niðri í Tölvulista fann ég svo vél með Windows XP í stað Vista, sem ég er bæðevei skíthræddur við, og þar var þjónustan öll fyrsta flokks, eins og ég hafði reyndar áður kynnst. BT-menn verða að taka sér tak í sambandi við tölvusöluna, annars á þessi viðvaningsháttur þeirra eftir að enda sem kverkatak á eigin tölvudeild.
Athugasemdir
Þjónustan í BT getur verið misjöfn og ekki er alltaf best að versla þar. En Tölvulistinn hefur greinilega skánað. Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að versla aldrei framar við tölvulistann þar sem þeir voru með mjög slæma þjónustu. Ég skýri þá upp og kallaði þá glæpalistann. Ég keypti tölvu hjá þeim sem var aldrei í fullkomnu lagi og alltaf var sýringinn að þetta væri ný vel sem þeir væru ennþá að þróa og það væru nokkur atriði sem þeir áttu í vandræðum með. Eitt skiptið þá fraus hún og ég fer með hana í viðgerð þá var hún ekki nema 5.mánaða og búinn að fara í viðgerð 3.sinnum. Þeir gerðu við tölvuna en ég þurfti að borga 7000kr fyrir viðgerð sem var samt tæknilegt bilun frá þeim, og ekki nóg með það að ég missti allt sem var í vélinni og þeir neituðu að láta mig fá þau forrit sem voru í vélinni þegar hún var keypt hún var alveg tóm. Þetta tókst ekki fyrr en ég kærði þá til neytendasamtakanna og var þeim skipað að afhenta mér öll þau forrit sem voru í vélinni af öðrum kostum myndi versluninni vera lokað þar sem fleiri mál hefðu komið til kasta neytendasamtakanna. En sem betur fer held ég að það sé búið að skipta um eigendur á tölvulistanum en ég hef samt ekki geta verslað við þá, nafnið fælir mig frá því.
Þórður Ingi Bjarnason, 14.9.2007 kl. 13:07
Þetta er sorgarsaga og vonandi að maður lendi ekki í einhverju svona löguðu. Gott samt að heyra það að Neytendasamtökin okkar virka.
Jón Þór Bjarnason, 14.9.2007 kl. 13:36
Ég lennti í alveg ögvugri reynslu um daginn. Fékk engin svör hjá tölvulistanum um það sem ég var að reyna að fá að vita en fór svo í BT á Akranesi þar sem Steini verslunarstjórinn þar reddaði mér alveg.... Fékk frábæra þjónustu og flotta tölvu
Hjördís G (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:44
Að fara yfir í Apple, eftir öll þessi ár með PC (síðan 1982), hefur eiginlega bara aldrei hvarflað að mér... hef heyrt menn tala fjálglega á þessum nótum, að Apple sé miklu betra, en hef aldrei getað skilið hvað það er sem er betra...? Hef jú lengi vitað að menn sem vinna með mynd og hljóð hafa hallast að þessu dóti, en að öðru leyti alltaf staðið í þeirri trú að gallarnir væru fleiri en kostirnir. Mér til málsbóta get ég svo bætt því við að ég læt treglega stjórnast og frelsast illa... Gunnari í Krossinum tókst það ekki einu sinni hérna í den, þrátt fyrir handayfirlagningu, muldur og mikinn skjálfta... :)
Jón Þór Bjarnason, 15.9.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.