24.4.2007 | 20:30
Drangeyjarjarlinn ferðafrömuður ársins 2007
Jón Drangeyjarjarl hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Það væri hægt að halda lengi áfram að telja upp afrek Jóns. Síðastliðna helgi var Jón valinn ferðafrömuður ársins fyrir starf sitt. Í dómnum segir m.a. að viðurkenningin sé veitt fyrir "einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt "
Þið sem ekki hafið farið í siglingu með Drangeyjarjarlinum, takið frá dag í sumar til að upplifa magnaða sögu- og náttúruferð!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Athugasemdir
Það eru svona menn sem á að heiðra. Mér sýnist þetta vera svipaður gúrú og Þórður Tómasson á skógum. Það er spurning um að fara þangað í sumar
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 22:10
Nú er líklega réttast að við sem þekkjum manninn best segjum sem minnst.
Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 23:06
Ég þekki jarlinn ekki neitt, en hef samt farið með honum út í Drangey. Það var óhætt.
Berglind Steinsdóttir, 25.4.2007 kl. 17:22
Það er upplifun að koma í Drangey, þarna er saga og náttúra eins og hún gerist best. Nú í nokkur ár hef ég farið bæði til eggjatöku og lundaveiða, þar sem við gistum í eynni við veiðina, og manni er byrjað að hlakka til strax uppúr áramótum.
Jón Þór Bjarnason, 26.4.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.