Galdrastafir fyrir örvæntingarfulla stjórnmálamenn!

Pólitíkusar sem þurfa að slá ryki í augu kjósenda geta notað missýningastafinn Óðinn og þeir sem eru hræddir um að hafa vondan málstað geta nýtt sér galdrastafinn Máldeyfu. Vilji menn nota óhefðbundnar leiðir til að vinna kjósendur á sitt band í kosninga- baráttunni er fleiri nothæfa galdrastafi að finna á kosningavef Galdrasýningar á Ströndum. Þetta eru snillingar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viss um að stjórnaliðar hafa verið að nota galdra til að ná kosningum undanfarin ár! Eina sem getur skýrt þennan andsk....

Heiða B. Heiðars, 18.4.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvern andskotann eru þeir eiginlega farnir að kenna þarna á Hólum? Er Galdra-Loftur orðinn Konrektor?

Árni Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Galda-Loftur er hluti af menningunni á Hólum, var þar allsráðandi í leikgerð í fyrra og hitteðfyrra, sem hluti af dagskrá fyrir ferðamenn. Mæltist vel fyrir hjá flestum, en biskup var ekki ánægður þegar leikgerðin þvældist að hluta inn fyrir kirkjudyrnar.

Jón Þór Bjarnason, 19.4.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband