"Guð er ekki kristinn!"

"Guð getur ekki verið kristinn, því gyðingar eru líka hans fólk og múslimar sömuleiðis, sem og búddistar og hindúar; allt eru þetta börn guðs!" Þetta segir Hjörtur Magni í viðtalið við Blaðið í gær, og bætir við: "Guð er ekki að finna í einni trúarhefð. Guð er yfir trúarbrögð hafinn!" Er það þessi skoðun Hjartar, biskups Desmond Tutu og fleiri, um að guð sé ekki kristinn, sem vekur reiði biskups og presta á Íslandi í dag?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rakst á blogið þitt Jón Þór og hafði gaman af. Það er óbilandi næring fyrir gráu sellurnar að sækja nám við Hólaskóla. Sjálfur var ég þarna fyrir 54 árum og hefði líklega átt að vera aðeins lengur. Ekki gæti ég verið meira sammála pólitískri ályktun en þegar þú segir að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn sé af tilfinningalegum toga og svona ámóta og trúarbrögð. Eiginlega finnst mér nú stundum að þetta eigi við um aðra flokka líka. Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Gaman að fá þig í heimsókn Árni. Já síðustu 3 ár hefur Hólaskóli verið mitt annað heimili og það hefur verið mjög frískandi. Nú þarf ég að fara að leita að 54 ára gömlu skólaspjaldi þar á vegg og finna þig þar ungan. Ég heyri að þú ert enn ungur í anda og syndir stundum gegn straumnum, eins og ég :) Í sambandi við það sem þú nefnir hef ég ákveðnar kenningar um hópsálir, hvað það sé þægilegra fyrir veiklundaða að vera í stórum hópi jábræðra sem styður við skoðanirnar... ;c) Skrifa kannski meira um það síðar.

Jón Þór Bjarnason, 15.4.2007 kl. 09:47

3 identicon

passið ykkur, þið gætuð fengið kæru á ykkur frá hinni heilögu áttund 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 10:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig er hægt að vera "kristnari" en með því að vera Kristur sjálfur? Okkur er ætlað að stefna fram, "líkama Krists [kirkjunni] til uppbyggingar [NB: ekki til niðurrifs!], þangað til við allir verðum einhuga í trúnni og þekkingunni á Guðs syni [ekki á einhverjum öðrum mannkynsfrelsara!], verðum eins og fullorðinn maður og náum vaxtartakmarki Kristsfyllingarinnar" (Efesusbr. 4.12-13). Þá fyllingu hafði hann sjálfur fullkomna.

Guð er meiri en trúarbrögðin, samt er trú Hebrea og kristinna manna byggð á hans opinberunum, og í arfleifð þeirra er varðveitt leiðsögn hans og blessunarrík orð sannleikans. Þar er vilja hans, opinberanir, lögmál og fagnaðarerindi að finna í fyllingu sinni, eins og við getum þekkt það í þessari jarðnesku tilveru okkar, og hjá því fölna öll önnur trúarbrögð.

Allir menn eru vissulega skapaðir sem börn Guðs, en það veitir samt ekki þann Guðsbarnarétt eilífs lífs, sem er köllun okkar. Jóhannesarguðspjall segir um Krist: "Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hans tilverknað, og heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: þeim sem trúa á nafn hans, [mönnum] sem ekki eru af blóði né af holds vilja né af manns vilja, heldur af Guði getnir" (1.10-13).

Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 14:53

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sammála því að Guð sé yfir trúarbrögð hafinn. Það er enginn á sérsamningi hjá Guði. Eitthvað annað afl sem fær fólk til að halda það

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 17:04

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Sérsamningi"? Hvað áttu við? Ef þú átt við, að kristindómur sé ekki æðri eða sannari trú en önnur trúarbrögð, þá ertu einfaldlega að segja, að þú sért ekki kristin. Kristin trú snýst um Krist og endurlausnarverk hans fyrir alla menn (svo framarlega sem þeir nýta sér það -- önnur trúarbrögð hafa þetta ekki.

Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 18:59

7 Smámynd: Jens Guð

  Það sem ríkisreknu prestarnir eru að reka horn sín og hala í varðandi Hjört Magna snýst um peninga.  Hann hefur gagnrýnt að trúfélögum sé mismunað.  Ríkiskirkjan fái hlutfallslega meiri pening per haus en frjálsu kirkjurnar. 

Jens Guð, 15.4.2007 kl. 22:57

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Guðsbarnarétt eilífs lífs?  Þannig að þú Jón Valur ert að segja að það sé bara fólk eins og þú sem öðlast eilíft líf? Allir þeir sem tilheyra öðrum trúarbrögðum eða séu ekki sammála þér fari beinustu leið til helvítis? Einhvers staðar stendur: Hrokinn verður mönnum að falli.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:14

9 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Flott svar Margrét, svar sem Jón Valur getur ekki eytt út eins og hann gerir á síðunni sinni þegar einhver stingur upp í hann.

 Ég er ekki kristinn og stoltur af því! (Sjáumst í helvíti... hehehe)

Björgvin Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 03:52

10 identicon

Það er alveg á hreinu að öll trúarbrögð heimsins eru ekki sammála, eitt af þeim getur haft rétt fyrir sér en þau geta ekki öll haft rétt fyrir sér. Kristur boðaði mjög skýrt að enginn gæti komið til Guðs nema í gegnum Hann. Það þýðir ekki að fólk úr öðrum trúarbrögðum öðlist ekki eilíft líf því allir menn eru börn Guðs en það breytir því ekki að aðeins ein trúarbrögð geta boðað sannleikann.

Síðan er helvíti gröfin eða tortýming svo það mun enginn sjá einn eða neinn þar.

Mofi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband