29.3.2007 | 12:07
Lyftistöng og aukin lífsgæði
Hofsós er einn þeirra staða sem orðið hefur illa úti og fólksflótti þaðan hefur verið talsverður. Þarna er engu að síður gott mannlíf og yndislegur bæjarbragur. Vesturfarasetrið dregur að sér ferðamenn, fræðimenn og jákvæða strauma, en það vantar samt talsvert upp á aðdráttarafl staðarins. Ný sundlaug á eftir að draga að barnafjölskyldur á sumrin, auk þess sem lífsgæði íbúanna munu aukast. Nágrannarnir Lilja og Steinunn eiga heiður skilið fyrir framtakið, svona þátttöku í samfélagslegri uppbyggingu vill maður gjarna sjá oftar.
Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðað við þá upphafningu sem orðið "stóriðja" nýtur í dag í yfirfærðri merkingu finnst mér að það megi fella búsetu þessara glæsilegu nýbúa á hinum fornu höfuðbólum undir stóriðju Skagfirðinga. Ég leyfi mér að vona að mínir gömlu sveitungar og það unga fólk sem nú er að taka við, sjái þetta og bjóði þessu ágæta fólki til virkrar þátttöku í samfélaginu. Þá gætu farið að hljóðna þessi niðurlægjandi harmakvein: "En á hverju eigum við þá að lifa?".
Góðar kveðjur í fjörðinn.
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:24
Ég segi nú bara að það verður frábært að fá sundlaug á Hofsós. Þetta er dásamlegur staður og verður enn betri þegar sundlaugin kemur. Upplagt að fara og skoða Vesturfarasetrið, fá sér að borða hjá Dídí og fara síðan í sund.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.3.2007 kl. 13:11
Þú meinar að lénsherrarnir borga og kaupa sér þar með virðingu hjá almúganum.
Ágúst (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:43
Eðli málsins samkvæmt fylgir virðing óskilyrtu framlagi til uppbyggilegra samfélasgmála. Tal um lénsherra eða leiguliða tengist þessu ekkert og er ekki svaravert. Sund er almenningssport sem hentar jafnt ungum sem öldnum og því er hópurinn breiður sem nýtur góðs af. Virk þátttaka í samfélaginu hefur verið eitt af aðalsmerkjum smærri byggða og það er góð tilfinning að sjá það í reynd í Skagafirði. Að láta gott af sér leiða er sammannleg þörf og þeir sem finna farveg fyrir hana eiga alla mína virðingu.
Jón Þór Bjarnason, 29.3.2007 kl. 14:01
Sammála Jón Þór. Fólk vill almennt séð láta gott af sér leiða. Hér eru þessar tvær ágætu konur gert það með myndarlegum hætti, og svo vill til að þær hafa fjármuni til að gjöf þeirra verður meira áberandi en annarra sem flestir hafa minna á milli handanna. Semsagt frábært fyrir Hofsósinga sem alla Skagfirðinga, þökk sé Lilju, Steinunni og þeirra fjölskyldum. Reyndar er ég sannfærður um að vera þeirra í Skagafirði mun hafa margvísleg áhrif til framfara á ýmsum sviðum.
Unnar Rafn Ingvarsson, 29.3.2007 kl. 22:25
Stórhuga fólk með drifkratft sem kemur inn í gamalgróin byggðarlög er oftast til góðs, ekki verra ef fjármagn fylgir með líka :)
Jón Þór Bjarnason, 30.3.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.