Lélegt upplýsingastreymi

Í gær báru Rarikmenn í hús miða þar sem sagt var að rafmagnslaust yrði á Krók í dag milli kl. 9-17 vegna viðgerða í spennistöð. Í morgun vöknuðu íbúar upp við að rafmagn hafði farið af í nótt, en var komið á aftur. Vegna upplýsinga í tilkynningu gærdagsins var hér heima slökkt á öllum tölvum og öðru sem skemmst gæti þegar straumur færi af. Þegar rafmagn hafði enn ekki farið af kl. 9:30 hringdi ég í Rarik og fékk þá upplýst að þeir væru búnir að fresta því að taka rafmagn af í dag. Þeir sem ekki hringja í Rarik nú í morgunsárið bíða sjálfsagt enn eftir að straumur fari af á hverri stundu.
mbl.is Bilaður háspennustrengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband