Hip Razical áfram í úrslit Músiktilrauna 2007

Davíð Jónsson söngvari og lagasmiður Hip Razical í sæti söngvara Incubus, sem kvittaði fyrir sig á vegginn á Hamborgarabúllu TómasarEftir taugatrekkjandi hálftíma bið skokkaði Óli Palli á svið og tilkynnti úrslit kvöldsins: Dómnefndin valdi Hip Razical frá Sauðárkróki til að spila á úrslitakvöldi Músiktilrauna 2007! Að sjálfsögðu brast á með miklum fögnuði í herbúðum Hip Razical við þessar gleðifréttir, en auk hljómsveitarinnar voru mættir í Loftkastalann um tugur dyggra stuðningsmanna úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu. Tvær aðrar hljómsveitir komust áfram þetta kvöldið, Custom, með atkvæðum áheyrenda og stuðningshóps síns, og Shogun, einnig með dómnefndaratkvæði. Úrslit Músiktilrauna 2007 verða að viku liðinni, laugardaginn 31. mars, en þá má heyra í Hip Razical og hinum hljómsveitunum í beinni á Rás 2, auk þess sem Sjónvarpið tekur upp og sýnir síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Til lukku með árangur afkomandans og félaga!

Guðrún Helgadóttir, 24.3.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Takk kærlega Guðrún! :)  Þetta er búð að vera ævintýri líkast, verst að endinn vantar og ævintýrið því bara hálft enn sem komið er ;c)

Jón Þór Bjarnason, 25.3.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband