Sönnunargögnum eytt...

Ef Alcan er grunað um græsku í þessu máli á að skoða það strax, ekki tilkynna feimnislega með margra daga fyrirvara um heimsókn til að kanna forrit og gögn. Fyrir vikið hafa menn nú tíma til að vinna heilmikla yfirvinnu um helgina suðrí Straumsvík við hentugar lagfæringar. Með svona vinnubrögðum er afar ólíklegt að Persónuvernd finni nokkuð bitastætt eftir helgina, hafi Alcan haft eitthvað að fela í málinu!

mbl.is Persónuvernd skoðar Alcan-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Alcan hefur ekkert að fela og þarf ekki neinn tíma til að lagfæra gögn.  Í prófkjörum og kosningum hringir ávallt bara einn í mig frá hverjum frambjóðenda eða flokki.  Sama á við með konu mína.  Dettur einhverjum í hug að það sé tilviljun?

Nei það er engin yfirvinna um helgina í Straumsvík.

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan  og meðlimur í kosningateymi

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Vonandi hafa menn ekkert að fela, en auðvitað þarf að tryggja vel meðferð þeirra upplýsinga sem aflað er. Skrif mín áttu ekki síður við almenna verklagsreglu í svona málum, hve óheppilegt væri að tilkynna með löngum fyrirvara um heimsókn rannsóknaryfirvalds. Það yrði nú ekki mikill árangur hjá Samkeppnisstofnun í leit sem upplýst hefði verið um með þessum fyrirvara.

Jón Þór Bjarnason, 25.3.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband