Er þetta vönduð fréttamennska?

Framtíð Evrópusambandsins er ekki björt, aðallega vegna vaxandi óhagstæðrar aldurssamsetningar. Sífellt fjölgar eftirlaunaþegum sem fara af vinnumarkaði, því stórir árgangar eftirstríðsáranna eru að ljúka starfsævi sinni á næstu árum. Þetta sagði Elín Hirst í sjónvarpsfréttum í kvöld og vitnaði í "sérfræðinga" máli sínu til stuðnings. Hún sagði líklegt að grípa yrði til sérstakra ráðstafana á evrópska vinnumarkaðnum vegna þessa vanda. Þessi sannindi eru nánast orðrétt þau sömu og Robert Kreitner segir frá í nokkurra mánaða gamalli bók sinni, nema hvað hann er ekki að tala um Evrópu, heldur Bandaríkin! Líklegast er þá framtíð þeirra ekki björt heldur, eða hvað? Vandamálið er semsagt ekki einangrað við Evrópulönd, en þessi framsetning í sjöfréttum Sjónvarpsins er ekki til að auka tiltrú manna á vandaða fréttamennsku þar á bæ, sérstaklega ekki þegar þetta fólk tekur að sér að fjalla um Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Nákvæmlega, og því sérkennilegt að setja þetta fram með þeim hætti sem þarna var gert. Reyndar var fleira í fréttinni sem gat flokkast undir neikvæðan sparðatíning, en hvað getur maður sagt? Þetta er ekkert nýtt á þessari fréttastöð, en þegar vandamál hins vestræna heims eru sett fram sem eitthvað sérstakt Evrópusambandsvandamál, þá fer maður að velta vöngum yfir tilganginum.

Jón Þór Bjarnason, 21.3.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Unnar Rafn Ingvarsson

Þessi áróður gegn Evrópusambandinu er auðvitað orðinn dálítið þreytandi. Hitt er svo annað mál að þar sem ég bý er áberandi hvað stór hluti afgreiðslufólks í búðum og við margvísleg þjónustustörf er eldra fólk. Maður sér varla krakka við afgreiðslu í búðum. Nú má vera að þetta sama eldra fólk þurfi á vinnu að halda vegna engra eða lélegra lífeyrissjóða, en a.m.k. er greinilega verið að nýta starfsgetu fólks 60+ miklu betur í Bretlandi en á Íslandi.

Unnar Rafn Ingvarsson, 21.3.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Mér skilst á mörgum að það sé ein af þeim lausnum sem menn stefna á, að fá eldra fólk til að vinna lengur í sem mestum mæli. Margir kjósa það og þeir munu á næstu árum fá aukin tækifæri til þess. Þetta og fleira þurfa menn að nýta til að bregðast við þessari þróun. Það er verið að hrekja með rannsóknum margar af þeim goðsögnum sem ganga um eldra starfsfólk, þannig að menn þurfa ekki að örvænta um að +60 séu eins slæmir starfskraftar og oft hefur verið haldið fram.

Jón Þór Bjarnason, 21.3.2007 kl. 23:07

4 identicon

Mér rekur í minni að Húsasmiðjan o.fl. fyriræki hafi verið að sækjast sérstaklega eftir starfskröftum sem komnir voru um og yfir "miðjan aldur". Ástæðan var betri þjónusta við viðskiptavini (þekking, reynsla) og svo auðvitað það að þetta fólk mætir oft betur og hefur meiri ábyrgðartilfinningu en ungir krakkar. Fyrir mína parta er sú þróun jákvæð því oftar en ekki hefur 60+ karl meira vit á t.d. pípulögnum og "fittings" en 17 gutti í framhaldsskóla sem þýðir að ég get fengið aðstoð en þarf ekki að sannfæra búðardrenginn um að ekki skipti máli hvort 2" hnéð sem mig vantar snúi til hægri eða vinstri....Í alvöru? Já, í fúlustu alvöru......

     Kv, Gunster sem fannst þetta ekki sniðugt fyrr en síðar......

Gunnar Páll Pálsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:25

5 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hjartanlega sammála þér Gunnar, það er fátt hvimleiðara en starfsmaður sem ekki starfi sínu vaxinn. Jafnánægjulegt er að hitta fyrir starfsmann með staðgóða þekkingu, það skapast umsvifalaust traust sem ekki er algengt þegar maður á samskipti við sölumenn :) En miðað við hve erfitt er fyrir marga eldri starfsmenn að koma sér inn á vinnumarkað, er eins og hingað hafi ekki borist nýjustu rannsóknarniðurstöður um kosti þessa hóps, það eru of margar gamlar goðsagnir í gangi sem standa í vegi fyrir ráðningum.

Jón Þór Bjarnason, 25.3.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband