Vanræktir Vestfirðir

Mig langar að benda á áhugaverða umfjöllun Gríms Atlasonar, þar sem hann segir frá þróun mála vestra. Það er gott að þekkja allar hliðar umræðunnar og Grímur kemur þarna með nokkra athygliverða punkta sem hafa ekki farið hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Þarna er kominn aðili sem ekki er tengdur stjórnarflokkunum líkt og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sem að mínu mati hefur verið allt of lin við að koma sínum málum á framfæri og berjast við stjórnvöld um framtíð svæðisins. Það er ekki fyrr en almenningur fer að gera eitthvað í málinu sem þeir vakna allt í einu upp.

Karl Jónsson, 20.3.2007 kl. 09:03

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Algjörlega sammála þér Kalli, þeir spretta víða upp núna alvöru málsvarar fyrir Vestfirði og ekki veitir af. Það er óskaplega vont þegar pólitísk tengsl verða til þess að menn taka á yfirvöldum einhverjum silkihönskum, í stað þess að berjast málefnalega af krafti fyrir sitt svæði. Hagsmunir þess svæðis sem menn eru ráðnir til að vinna fyrir eiga að ganga fyrir, ekki tengsl þeirra við stjórnmálaflokka! Skrif í blöð og blogg tengir umræðuna saman og eykur þrýsting á að aðgerðir sem var lofað fyrir löngu verði að veruleika.

Jón Þór Bjarnason, 20.3.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband