Sátt við heimamenn frumskilyrði!

Það er eitt af frumskilyrðum í uppbyggingu í ferðaþjónustu að hún sé framkvæmd í sem mestri sátt við heimamenn. Ef svo er ekki munu skynjuð skert lífsgæði heimamanna verða til þess að þeir láta óánægju sína bitna á ferðamönnum. Viðmót breytist og viðhorf verða neikvæð. Ef yfirvöld keyra þetta í gegn án nægs samráðs munu Mallorkafarar finna fyrir minnkandi gestrisni eyjaskeggja innan örfárra ára.


mbl.is Íbúar á Mallorca mótmæla byggingarframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég fæ ekki betur séð af fréttinni en það séu einmitt heimamenn sem tóku þessa ákvörðun.  Það kemur hins vegar ekki fram hversu margir heimamenn séu á móti þessari ákvörðun.  Varaðu þig á að draga svona ályktanir að ekki betur athuguðu máli.  Atvinnuvegur eyjanna byggist einmitt að langmestu leyti á einmitt þessu: Ferðamannaiðnaði.  Þessi uppbygging virðist einmitt liður í honum.

Sigurjón, 18.3.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Að heimamenn hafi tekið hvaða ákvörðun? Fréttin segir frá mótmælum 50 þúsund manns, gegn framkvæmdum um byggingu hraðbrauta, golfvalla o.fl., og það er það sem ég kalla heimamenn. 50 þúsund manns eru í mínum huga heimamenn, ekki stjórnvöld, sveitarstjórn eða byggingarnefnd. Kannski hefði ég átt að vera nákvæmari og tala um mikilvægi þess að framkvæma í sátt við ÍBÚA eyjarinnar!

Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband