15.3.2007 | 10:15
Yoga ekki fyrir karla?
Í dag fer ég í minn annan Rope-yoga tíma og hlakka mikið til. Sá fyrsti var sl. þriðjudag og líðanin eftir hann var æðisleg, en því miður upplifði ég þar það sem ég hef stundum rekið mig á áður: Ég var eini karlinn! Hvað er það með ykkur strákar, haldið þið að yoga sé bara fyrir konur? Af hverju höfðar þetta ekki til okkar í sama mæli og til stelpnanna? Ég skora á ykkur sem ekki hafið prófað yoga að gera á þessu tilraun. Ef þið þraukið fyrstu tímana þá komist þið að því að þetta er líkamleg þolraun (alveg eins og í rætkinni) en til viðbótar öðlast maður hugarró og öndunartækni sem leysir fleiri vandamál en læknavísindi nútímans hafa nokkru sinni talað upphátt um. Mér finnst alveg yndislegt að vera einn í stórum hópi fríðra fljóða, en strákar: Þið eruð að missa af mjög örvandi tímum!
Athugasemdir
Já, hef ekki litið á þetta svona, einn með fullt af stelpum.
Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 11:05
Það skemmir sko ekki fyrir. Svo er ein æfing sem er svo erfið fyrir mjöðm og rass að það þarf að lemja verkinn úr líkamshlutanum til að komast í næstu æfingu... og það er sko ekkert leiðinlegt að horfa aftan á fullt af stelpum að flengja sig ;c) Þær fá svo að horfa á mig þegar við æfum á hinni hliðinni og vonandi njóta þær jafnvel ;c)
Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.