28.2.2007 | 21:18
Stemning í síðasta Stjórnunartíma
Í dag var síðasti tíminn í Stjórnun í ferðamálanáminu okkar í Hólaskóla og af því tilefni voru veitingar á boðstólum í skólastofunni. Inga Sig kennari kom með æðislega desertköku, Fía kom með ömmupönnsur með rjóma og sultu og Gunnar Páll kom með sæta "sólberjasaft" sem hafði slakandi áhrif og mýkti stemninguna. Ég held svei mér þá að menn hafi bara öðlast dýpri skilning á stjórnun, sérstaklega kannski gildi umbunar, og að svona skóladagar mættu alveg vera fleiri. Takk þið veitingamenn dagsins!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt að svona daga mættu vera oftar. Það lífgar upp á skólastarfið
Þórður Ingi Bjarnason, 28.2.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.