Færsluflokkur: Matur og drykkur

Einfaldir orkuklattar

Þessari einföldu uppskrift að hafraklöttum nappaði ég einhversstaðar og hef verið að prófa og þróa, með ljómandi vinsælum árangri.

Orkuklattar1 bolli hafrar
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli sólblómafræ
1/4 bolli hveitikím (hef líka notað spelt)
1/4 bolli gott múslí
1/4 bolli smátt skornar þurrkaðar aprikósur
1/4 bolli smátt skornar þurrkaðar döðlur
1/3 bolli hunang
1-2 msk smjör
1/2 tsk vanilludropa
1-2 fingurklípur Maldonsalt

Hrærið saman þurrefnunum; höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, salti og hveitikími í skál. Setjið döðlu- og aprikósubita, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott. Hrærið saman á vægum hita þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við blönduna og hunangið aðeins farið að krauma. Taka pottinn þá af hellunni og hræra saman við.

Meðan blandan er enn volg er best að setja hana á smjörpappír. Ég hef brotið uppá hliðarnar, þannig að úr verði „umslag“ sem er ca 20x20 cm, og flatt blönduna svo út með því að leggja skurðarbretti ofan á og þrýsta vel á (fyrst varlega, en svo alveg með fullum þunga) til að pressa.

Klattinn er svo settur í ískáp í 1-2 tíma áður en hann er skorinn í stykki eða mátulega munnbita. Ýmsa varíanta má prófa við þessa uppskrift, t.d. nota gráfíkjur og ferskjur í stað daðla og apríkósa; skipta vanilludropum út fyrir möndludropa, ofl.

Verði ykkur að góðu ;þ


Lóðréttur steinullargarður


Holla brauðið

Hef verið að baka þetta brauð og get svo sannarlega mælt með því. Gera má ýmsar tilraunir, t.d. eins og að skipta út 1-2 dl af speltmjöl með byggmjölinu holla.


6 dl. Spelt
1 dl. Haframjöl
1 dl. Fræ (fjölkornablanda eða fimm korna eða bara eftir smekk)
3 tesk. Vínsteinslyftiduft (eða bara venjulegt lyftiduft)
1 tesk. Salt (eða Herbamare)
3 dl. AB mjólk
3 dl. Sjóðandi vatn

Allt hrært lauslega saman, sett í form – frekar tvö minni en eitt stórt. Ofninn hitaður í 200 gráður (180 ef blástursofn) Bakað í um 30 mín. á neðstu rim í ofninum.


Verði ykkur að góðu :)


Góð lygasaga

Auðvitað getur mannræfillinnn hafa fallið í sjóinn, en varla heil 280 fet (svipað og hæð Hallgrímskirkju) eins og gefið er í skyn í erlendu fréttinni. Auk þess er afar ólíklegt að hann hafi verið bitinn í nefið af lunda, nema hann hafi einfaldlega haldið honum þétt upp að andlitinu á sér. Þetta hljómar allt eins og maðurinn sé ekki bara orðljótur, heldur líka alveg hraðlyginn.
mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drangeyjarmyndir

Það eru víst fýlar á Íslandi ;)Myndir frá lundaveiðiferðinni í Drangey í síðustu viku er nú komnar inn; smella HÉR til að skoða.

Netkaffihús á Króknum?

Net-Kaffi-KrókurEru þeir ekki eitthvað að misskilja þetta á Króknum með netkaffihúsin?

Lundaveiðiferðin að baki

Lundaveiðifélagar í Drangey 2008Árlegri lundaveiðiferð í Drangey á Skagafirði lauk hjá okkur félögunum fjórum í gær, degi fyrr en áætlað var. Ástæðan var sú að við höfðum strax á fyrsta sólarhring náð í þann skammt sem við samanlagt náum að torga fram á næsta vor, eða um 400 fuglum. Veðrið var mjög svo ákjósanlegt; sól og hiti, en ágætur vindur. Allajafna flýgur fuglinn meira í vindi og þá gengur betur að háfa. Myndir úr ferðinni eru væntanlegar inní myndasyrpuhlutann hér til vinstri.

Hvernig væri að...

... fara bara að borða vínber, hnetur og aðra fæðu sem inniheldur umrætt andoxunarefni?
mbl.is Rauðvín bætir lífið - a.m.k. hjá músum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rán um hábjartan dag

Harðfiskur er herramannsmatur. Sérstaklega finnst mér feitur steinbítur að vestan vera lostæti, en það er auðvitað smekksatriði. Harðfiskur sem er keyptur beint af verkanda fæst á um kr. 3.500,- kílóið. Já, það er ekki gefið hollustunammigottið það. Sé fiskurinn keyptur útúr búð er algengt verð frá 4.500,- uppí rúmar 6.000 kr. pr. kg. En það keyrir fyrst um þverbak þegar menn láta glepjast af því að kaupa hann í sjoppum og á bensínstöðvum í litlum pakningum; 100 gr, 50 gr, eða það sem rándýrast er: Í 25 gr pakkningum. Kunni menn að reikna komast þeir fljótt að því að í slíkum smápokum eru þeir að borga allt uppí 12.000,- krónur fyrir kílóið!

Hauslausir fuglar

Margur fuglinn þykir góður til matar. Nú styttist í að við félagar förum hina árlegu ferð í Drangey á Skagafirði til að háfa lunda, sem okkur þykir hið mesta lostæti. Annað fiðurfé þykir líka gómsætt; t.d. hænsnfuglar. Áður en menn leggja sér fuglakjöt til munns er betra að aflífa skepnurnar, en það er ekki alltaf fögur sjón. Algengt var hér áður að hænur í sveitinni væru hálshöggnar á bæjarhlaðinu, að heimilisfólki öllu ásjáandi. Ein góð vinkona mín upplifði slíka aftöku þegar hún var aðeins nokkurra ára gömul. Eftir að búið var að höggva höfuðið af hljóp hænan hauslaus um allt hlað og rakst auðvitað á það sem fyrir varð. Vinkona mín var fljót að átta sig á ástæðu þess að hænan hljóp svona blind fram og aftur, og til að hún sæi betur hvert hún var að fara tók hún afhöggvinn hausinn, lyfti honum upp og beindi honum í þær áttir sem hænan hljóp. "Svona, svona" sagði hún huggandi, "nú geturðu séð hvert þú ert að hlaupa!"

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband