Færsluflokkur: Íþróttir

Snússi kemur til Kína

Snússi nýlentur í KínaEftir þrettán klukkutíma langt flug frá London lentum við Snússi í Hong Kong í dag. Þjónustan hjá BA var góð, nóg að borða og drekka og allt frítt, auk þess sem afþreyingarefnið um borð í 747-vélinni virkaði vel. Svo var farið með katamaran-ferju yfir til Shenzhen (13 millj. manna borg), en lítið sást á leiðinni af eyjum eða annarri náttúrufegurð sökum mengunarmisturs. Sá hluti borgarinnar sem við erum í er talsvert ferðamannasvæði, með vestrænum og alþjóðlegum áhrifum og mikið líf á götunum. Enda fór það svo að flugþreyttir félagar fengu sinn fyrsta fæðuskammt á thailenskum veitingastað þegar kvölda tók. Nú er klukkan að ganga tólf hér í suður-Kína, sem er líklegast um átta klukkustundum á undan íslensku klukkunni; tími til kominn að fara í lúr og gera tilraun til að snúa sólarhringnum í átt til nýrra tíma. (Fyrir þá sem ekki vita er Snússi bangsinn hans Guðmundar Jónssonar (6 ára), og fékk að koma með til Kína sem sérlegur sendibangsi íslenskra kollega sinna – sjá mynd)

Efni eða erindi?

Íþróttafréttamaður Sjónvarpsins var í gær mjög ánægður með að Garcia myndi spila með handboltalandsliðinu. Hann sagði þetta mikið fagnaðarerindi fyrir liðið og stuðningsmenn þess.

Sigfús svartsýnn á Serbíuleikinn?

Blaðið spurði vegfarendur á förnum vegi að því í dag hvernig handboltaleikur Íslands og Serbíu færi. Handboltastrákurinn stórvaxni, Sigfús Sigurðsson; betur þekktur sem Fúsi línumaður, átti svar dagsins: 2-0, og seinna markið verður úr horni!

Landbúnaðarsýning þróast í skagfirskri sveitasælu

Síðastliðin tvö ár hefur landbúnaðarsýning verið haldin í Reiðhöllinni við Sauðárkrók, en í fyrraFánaborg við innganginn - 2006 kynntu tæplega þrjátíu fyrirtæki vörur sínar og tæplega tvö þúsund manns heimsóttu svæðið. Í takti við þá framtíðarsýn að sýningin vaxi og dafni og teygi anga sína víðar um Skagafjörð í formi ýmissa tengdra viðburða, þá hefur hún nú hlotið nafnið:

SveitaSæla 2007

LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ

í Skagafirði 17. – 19. ágúst

Auk tengingar við búsæld og sveitastemningu sækir nafngiftin innblástur í aðra og þekktari skagfirska "sælu", nefnilega Sæluvikuna, sem byrjað var að halda hátíðlega á Krók fyrir meira en hundrað árum síðan. Til viðbótar þessum skemmtilega fjölskylduviðburði verður Norðurlandsmót æskunnar í frjálsum íþróttum á Króknum þessa helgi, og Kántrýdagar á Skagaströnd, í aðeins hálftíma fjarlægð. Hér er því komin tilvalinn valkostur fyrir áhugafólk um íslenska landsbyggðarmenningu :)  ...sjá einnig dagatal með fleiri skemmtilegum viðburðum á Norðurlandi í sumar með því að smella HÉR


Skíðaleyndarmál Norðurlands

Jón Þór á bretti í Tindastóli, 28.mars 2007 - Mynd: Valgeir Ægir IngólfssonÁ Norðurlandi eru mörg góð skíðasvæði, misvel þekkt eða vinsæl. Þar er líka boðið upp á þjónustu sem á ekki sinn líka á Íslandi, og ef hennar nyti ekki við þá hefðu margar barnafjölskyldur aldrei séð sér fært að endurnýja skíða- og brettabúnað barna sinna reglulega. Skíðasvæðið sem hér um ræðir er í Tindastóli í Skagafirði, aðeins 280 km frá Reykjavík (ca. 3 tímar í akstur). Þar er stórt og gott svæði með frábærum brekkum, fyrir bretta- skíða- og göngufólk. En það sem meira er, í Tindastóli fer óvenju vel um skíðafólk því þar eru nánast aldrei þrengsli í brekkum eða biðraðir við lyftu. Hægt er að gista og fá góða þjónustu víða í nágrenninu (Skagaströnd, Sauðárkrókur, Varmahlíð, Blönduós og í bændagistingu).

Hitt leyndarmálið, þjónustan sem að framan var getið, er með allan skíðaútbúnað, notaðan og nýjan. Þetta er að sjálfsögðu Skíðaþjónustan á Akureyri, þar sem Viddi og co.  sinna viðskiptavinum af fagmennsku og alúð. Þar er hægt að kaupa notaðan búnað, koma svo síðar þegar krakkarnir hafa stækkað, og greiða sanngjarna milligjöf fyrir skipti á stærri brettum, skíðum eða skóm. Skíðasvæðið í Tindastóli og Skíðaþjónustan á Akureyri eiga bestu þakkir skyldar fyrir að hafa fært mér og fjölskyldu minni ómælda ánægju síðustu ár.


Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu

Aflvana formúlubíll?Á ruv.is og textavarpinu er tvennt sem vekur athygli mína núna. Annarsvegar liggur skip í vanda fyrir akkerum undan Reykjanesi, vegna þess að það er aflvana. Engin hætta er á ferðum, en takið eftir lykilorðinu: Aflvana... ekki vélarvana! Að mínu hyggjuviti verða bílar og skip ekki vélarvana nema vélin sé með öllu úr þeim. Ef vél bilar og þrýtur afl, þá er farartækið aflvana. Þetta fannst mér gleðilegt. Hitt var sorglegt. Að á næsta ári fara vinir mínir til margra ára í Formúlu 1 yfir á sjónvarpsstöðina Sýn. Það þýðir að óbreyttu að ég hætti að horfa á hana, en ég hef ekki lagt það í vana minn að borga fyrir íþróttaefni í sjónvarpi og reikna ekki með að breyting verði þar á. Því horfi ég sorgaraugum til næsta keppnistímabils, þegar minn formúlumótor verður alvarlega aflvana!

Vélhjóla- og akstursíþróttamenn athugið!

Rakst á sorgarsögu af Alþingi, þar sem segir frá því að stjórnarliðar hafi hafnað breytingu á umferðarlögum, sem miðaði að því að skilgreina akstursíþróttabraut. Formaður Samgöngunefndar var þvingaður til hlýðni við flokk sinn og hætti við að styðja málið, samkvæmt frásögn á bloggi Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns. Sorglegt að enn hafi ekki tekist að koma þessum málum í höfn!

Räikkonen í rauðu?

Á sínum tíma var ég að skrifa um Formúlu 1 fyrir mbl.is og formula.is. Þá var maður alveg á kafi í þessu og eignaðist sína uppáhaldsbíla og -menn. Mika Häkkinen var alltaf minn uppáhalds og þegar annar Finni, Kimi Räikkonen, kom inn sem arftaki lá beinast við að halda með honum. Þeir voru McLarenmenn, andstæðingarnir voru rauðklæddir með ítölsku liði sem ég nefni helst ekki… það heitir held ég Ferrari ;c)  Við McLaren- aðdáendur sáum rautt ef Sjúmma gekk of vel, sem því miður var nú ansi oft. Nú er búið að splitta upp manni og bíl: Räikkonen er kominn um borð í rauðan Ferrari og það verður að segjast eins og er að hugur manns er svolítið klofinn þessa dagana. Vonandi venst þetta þegar á líður mótið, en sem stendur horfi ég mest á meistara Alonso aka um í sifurörinni fallegu!
mbl.is Räikkönen fagnar „fullkominni“ byrjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handbolti í körfuboltasamfélagi

Á spjalli heimavefs Skagfirðinga, skagafjordur.com, er spurt hvort ekki eigi að fara að æfa handbolta á Sauðárkróki. Sum bæjarfélög hafa hefð fyrir handbolta, en á Króknum hefur verið leikinn körfubolti í meira en 40 ár, síðan 1964 þegar Helgi Rafn Traustason fyrrum kaupfélagsstjóri byrjaði að þjálfa hóp ungra drengja. Um þetta skrifaði ég samantekt í körfuboltablað fyrir nokkrum árum, sem ég er nú að reyna að grafaMeistaraflokkur karla hjá Tindastóli árið 1969 upp til að birta hér þessu til stuðnings. Undantekningalítið hefur Tindastóll átt síðustu tuttugu ár lið í úrvalsdeild karla meðal þeirra bestu á landinu og þetta hefur styrkt hefðina enn frekar.

Sem dæmi um þessa sterku hefð er til saga um landsliðsþjálfara í handbolta sem kom ásamt reyklausum vini sínum til Sauðárkróks fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að skapa stemningu fyrir íþrótt sinni. Allir krakkarnir fengu handbolta í hönd og stilltu sér upp í röð til að skjóta á mark. Þetta gekk ágætlega þar til þjálfarinn brá sér aðeins frá, en þá voru allir umsvifalaust farnir að drita sínum handboltum löngum þriggjastigaskotum á körfurnar á hliðarveggjunum!  Svo eru líka takmörk fyrir því hvað eitt lítið landsbyggðaríþróttafélag hefur bolmagn í að halda úti þjálfun í mörgum greinum, en þær eru þegar nokkuð margar hjá Tindastóli á Sauðárkróki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eru Sauðárkrókur og Stykkishólmur ekki á landsbyggðinni?

Í Fréttablaðinu í dag segir að landsbyggðin sé enn án stórs titils í körfubolta, en að Hamar/Selfoss geti í dag, með sigri á ÍR, breytt körfuboltasögunni. Í mínum huga eru stóru titlar ársins í körfunni þrír: Fyrirtækjabikarinn, Bikarkeppni KKÍ (nú Lýsingar) og svo Íslandsmeistaratitillinn. Þó Suðurnesja- og Reykjavíkurliðin eigi langflesta titla í þessum keppnum má ekki gleyma því að bæði Tindastóll og Snæfell hafa hampað fyrirtækjabikarnum. Tindastóll sigraði eftirminnilega árið 1999; vann á laugardeginum lið Njarðvíkur með 14 stiga mun, 76-62, og svo tók svo Keflvíkinga í bakaríið í úrslitaleiknum, vann með 80 stigum gegn 69. Hlutur landsbyggðarinnar í körfuboltatitlum er ekki stór, en honum ber að halda til haga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband