Færsluflokkur: Spaugilegt

Orðljótur, drykkfelldur ónytjungur

Read my lips No more BushLeikstjórinn Oliver Stone er nú að vinna að mynd um George W. Bush, en hann hefur áður gert myndir um Kennedy og Nixon. Stone segist ekki vera að gera áróðursmynd gegn Bush, hann sé bara að reyna að skilja hvernig þessi maður, sem var orðljótur drykkfelldur ónýtjungur, gat orðið forseti Bna og þarmeð valdamesti maður heims (ruv.is 9.4.2008). Myndtengingin við þetta blogg segir hug minn allan: Burt með Búskinn! ;)

Ég vil að mér sé hlýtt...

Fyrir margt löngu var á Krók kennari sem sagði þessa setningu nötrandi yfir óþekkan bekkinn sinn: Ég vil að mér sé hlítt! Einn nemandinn kenndi í brjósti um skjálfandi kennarann sinn og svaraði samúðarfullri röddu: Viltu fá lánaða peysuna mína?

Í hvað er hægt að nota kvistagöt?

Það er sígilt að gamlir starfsmenn reyni að gera at í nýjasta starfsmanninum á vinnustaðnum; þeim sem enn er blautastur bakvið eyrun. Oft verður úr þessu hið skemmtilegasta grín sem lengi er hlegið að, en það er líka stundum sem mönnum tekst ekki að gabba eins og til stóð. Um daginn hringdu félagar í Byko úr farsíma í einn sem var nýbyrjaður í timburdeildinni og spurðu hvort hann ætti 200 kvistagöt á lager. Sá nýi hváði til að byrja með, en var svo snöggur að átta sig á gríninu og svaraði því til að þau hefðu öll selst upp fyrr um daginn. Nú, sagði grínarinn hissa, hvernig gat það gerst? Jú, sagði nýi starfsmaðurinn, það kom hérna kúnni í morgun sem er að framleiða rugguhesta, og hann vantaði þau í rassgöt. Þetta var að sjálfsögðu bæði fyrsta og eina grínið sem reynt var á þennan snarþenkjandi pilt!

Shit happens í byggingarbransanum

e269983_7AÞessi mynd, sem er úr húsi sem er til sölu á Selfossi, er dæmi um þegar menn ætla sér um of í flottheitum í byggingar- framkvæmdum, og hafa svo ekki efni á að klára. Fjármagnið kláraðist og því er glerveggurinn á klóinu í svefnherberginu enn ekki sandblásinn eins og til stóð!

Nærbuxnaleysi getur bjargað mannslífi

Gunna vinkona gekk Laugaveginn með gönguhópi og leiðsögumanni. Skyndilega skellur á snarvitlaus norðanbylur, þannig að hópurinn verður að leita í var. Hitastig féll hratt og Gunnu var fljótlega orðið mjög kalt; skalf af einhverjum ástæðum mun meira en allir hinir í gönguhópnum. Engin venjuleg ráð dugðu til að hún næði í sig hita. Fararstjórinn, sem var farinn að hafa áhyggjur af Gunnu, sneri sér skyndilega að henni, eins og hann hafði fengið hugljómun, og spurði: Í hvernig nærbuxum ertu? Gunnu fannst spurningin dónaleg og sagði að honum kæmi það ekki við. Þá gerði hann sér lítið fyrir og fór ofan í ytri buxurnar hennar, togaði nærbuxurnar upp með síðunni, og sagði, með svona aha!-svip: Ertu frá þér kona, þú ert í bómullarnærbuxum... og þær orðnar rennblautar af svita á göngunni. Ekki þótti ráðlegt né mjög fýsilegt að Gunna, skjálfandi á beinum með glamrandi tennur, fækkaði fötum til að losa sig við blautar brækurnar. En það fannst önnur og betri lausn. Leiðsögumaðurinn fékk leyfi hennar til að toga nærbuxurnar lítillega uppúr beggja vegna, og svo skar hann með vasahnífnum sínum á strengina. Naríurnar voru svo togaðar léttilega uppúr föðurlandinu sem hún var í næst klæða. Innan tveggja mínútna var Gunnu orðið álíka hlýtt og hinum í hópnum og hún hefur haft orð á því æ síðan að hún hafi aldrei verið jafn þakklát nokkrum karlmanni fyrir að ná sér úr nærbuxunum.

Orðasambönd með margræðar merkingar

Það er oft mjög örvandi að leika sér með tungumálið okkar fallega. Menn geta farið mis stutt eða langt með merkingu orða og orðasambanda, allt eftir notkun og samhengi. Eins og í nýlegum auglýsingum Umferðastofu o.fl. um að deyja ekki úr þreytu. Ég hef stundum fengið börn til að spá í ýmis orð sem nota má í fleiri en einum tilgangi; orð sem fá nýja meiningu ef notuð í öðru samhengi. Það rifjast upp fyrir mér mörg undrandi og jafnvel skelfd barnaandlit í gegnum tíðina, þegar ég hef bent krökkum sem narta í afrakstur nefbors á að það geti verið lífshættulegt; fjöldi manns í fátækum löndum deyi daglega úr hor.

Ekki þorandi að segja hvað sem er

Fyrir margt löngu var ungur drengur í skóla á Krók að læra stafrófið. Hann var fljótur að tileinka sér allt sem hann lærði og kunni snemma veturs alla stafina, nema einn. Hann var alveg ófáanlegur til að segja ell. Svona gekk þetta fram á vor, hann þuldi umbeðinn alla bókstafina í réttri röð, en hoppaði alltaf yfir ell. Þegar á endanum dróst uppúr honum af hverju hann gerði þetta, þá var skýringin sú að þetta væri mjög varasamur stafur, gæti hreinlega verið lífshættulegur. Til vitnis þessu nefndi hann dæmi; amma hans hafði dáið úr elli.

Brúsakallar á ferð

Farsíminn minn hringdi fyrir stundu. Í símanum var mannsrödd sem ég ekki kannaðist við. Sæll, segir maðurinn, ég er vinur hans Ragnars. Hvaða Ragnars? spyr ég. Ég er að tala um brúsa, segir hann þá dularfullur í rómnum, svona eins og útúr kú og korti. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala, segi ég... brúsa, hvað meinarðu? Nú, segir hann og lækkar röddina, ég er að tala um....ehe... landa, þú skilur. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um og á því miður engan landa handa þér, hvorki á brúsa né í öðrum ílátum. Ég er þá að hringja í vitlaust númer, segir hann vandræðalegur. Fyrirgefðu ónæðið, þú og öll þín fjölskylda, elsku kallinn minn, fyrirgefðu mér þetta.


Skilaboð útyfir gröf og dauða

Sumir þykjast ná sambandi við dauða. Svo eru dauðir líka að reyna að koma skilaboðum á milli, yfir í heim lifenda. Ástæður dauðdaga fara oft í gröfina með þeim látna, en stundum nær viðkomandi að koma skilaboðum yfir. Nýjung í þessu efni er að nota internetið sem miðil. Smellið hér, og svo á á beinagrindina í miðjunni, þá birtast skilaboð um helsta baráttumál konunnar í kumlinu.

Myndband sem fær þig til að brosa

Farðu inn á þessa slóð, sláðu inn mínu nafni í efsta reit, þínu nafni í næstefsta reit, og smelltu svo á neðst til vinstri, þar sem stendur Visualizar. Vídeóið tekur innan við mínútu að rúlla. Góða skemmtun.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband