Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

"Guð er ekki kristinn!"

"Guð getur ekki verið kristinn, því gyðingar eru líka hans fólk og múslimar sömuleiðis, sem og búddistar og hindúar; allt eru þetta börn guðs!" Þetta segir Hjörtur Magni í viðtalið við Blaðið í gær, og bætir við: "Guð er ekki að finna í einni trúarhefð. Guð er yfir trúarbrögð hafinn!" Er það þessi skoðun Hjartar, biskups Desmond Tutu og fleiri, um að guð sé ekki kristinn, sem vekur reiði biskups og presta á Íslandi í dag?

Jarðarfararfötin og glottið á Geir

Annar sætur strákur í jarðarfararfötumMér fannst nú svolítið hrokafullt glottið sem ég sá á Geir um daginn, hann svona talaði niður til mín fannst mér. Svo fannst mér vera svona jarðarfarastemning yfir jakkafötunum hans, algjörlega óviðeigandi í skemmtiþætti um snilldina í hagstjórninni. Fötin voru kannski valin af því tilefni að Geir var, að sögn Eyþórs Arnalds, nýbúinn að jarða innflytjendaumræðuna með því að segjast sjálfur vera af útlendum ættum? Þeir eru djúpir þessir strákar!  En svona í alvöru, þá finnst mér þessar rannsóknarniðurstöður sem sagt er frá í fréttum ruv.is í dag skýra margt af því sem við sjáum í íslenskri pólitík þessi misserin. Til viðbótar má benda á að árangur Þórólfs Árnasonar er ekkert ósvipaður þeim sem Ingibjörg Sólrún náði hjá Reykjavíkurborg á sínum tíma. En því miður gerði hún ekki sama gagn og sætasta stelpan fyrir Geir og því fer sem fer!

Sjálfstæðisflokkur - stórhættulegt afturhaldsafl?

Það er ekki fögur lýsing dregin upp af Sjálfstæðisflokknum þegar afstaða (les: andstaða) hans í helstu framfaramálum þjóðarinnar er rifjuð upp í Morgunblaðinu í dag, en þar er flokkurinn kallaður regnhlífarsamtök sérhagsmunahópa. Ríkisforræði og forsjárhyggja koma oftar fyrir í tengslum við þennan flokk en flesta aðra. Evrópuaðild er ekki á dagskrá, þeir tala um að við megum ekki afsala okkur fullveldinu. Staðreyndin er að 80% af löggjöf ESB er innleidd hér án þess að við fáum nokkuð um mótun hennar að segja. Værum við ekki meira fullvalda ef við hefðum þarna einhver áhrif? Þetta kemur fram í skrifum Jóns Baldvins (Mbl. 10. apríl, bls 18-19) þar sem hann fléttar eigin þekkingu og reynslu inn í umfjöllun um hina mögnuðu bók Eiríks Bergmanns, Opið land.

Auðvitað eru til aðrar hliðar á stjórnmálasögu Íslands, en þessi saga hefur of lengi verið hluti af okkar sameiginlegu gleymsku. Um 10% af ísjakanum sjást, en viljum við ekkert vita af hinum 90 prósentunum? Sjálfstæðismenn eru í skrifum JBH kallaðir innilokunarsinnar með íhaldssama hugmyndafræði og eftir lesturinn spyr maður sig: Hvernig í ósköpunum getur þetta afturhaldsafl enn í dag verið stærsti stjórnmála- flokkurinn á Íslandi? Þessu hef ég svarað í fyrri skrifum: Af því að hollusta við flokkinn er tilfinningmál, hún er af sama meiði og trúin á æðri máttarvöld, þar sem skynsemin er sjaldnast hátt skrifuð!


Alþjóðasamskipti og menningarmunur

Í heimi alþjóðavæðingar er margt að varast í samskiptum við þjóðir sem hafa ólíka siði og menningu. Japanska er t.a.m. annarskonar tungumál en við eigum að venjast, þar sem úir og grúir af sérstökum áherslum og tónbrigðum sem eru síbreytilegar eftir aðstæðum og því hver talar við hvern. Af tillitssemi við Gyðinga er víða ekki boðið upp á ostborgara á stöðum Burger King, því trú þeirra bannar blöndun kjöt- og mjólkurvara. Í Bretlandi er farið að kenna viðskiptaensku sem sumir myndu kalla hálfgert barnamál, en tilgangurinn er að væntanlegir viðskiptavinir finnist þeir frekar á jafningjagrundvelli á fundum. Evrópubúum og Ameríkönum þykir best að tala við fólk í u.þ.b. handleggs- fjarlægð, meðan Arabar vilja standa sem allra næst þeim sem þeir eiga samræður við. Þetta veldur oft skrautlegri sýningu í móttökuboðum, þar sem Arabarnir elta Vestrulandabúana sem ganga viðstöðulítið aftur á bak um allt herbergið.

Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!

Hallbjörn HjartarsonKúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?

Reikn.nr: 0160-26-3906

Kt: 050635-3849


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband