Færsluflokkur: Bloggar
15.3.2007 | 15:12
Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!
Kúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?
Reikn.nr: 0160-26-3906
Kt: 050635-3849
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 00:48
Er hægt að hafna þessu?
![]() |
WSPA bjóða ríkisstjórninni 95.000 pund fyrir tvo hvali og samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 00:36
Suðursvæðið eingangrað í öllum skilningi?
![]() |
Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 11:44
Hver er tilgangurinn?
![]() |
Landsbókasafn safnar efni af netinu varðandi alþingiskosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2007 | 21:39
Samsæri?
![]() |
Nokkuð mikið snjóflóð féll í Breiðadal og rafmagn fór af Ísafjarðarbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 22:35
Get ég líka fengið greddunúmer?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 13:08
Endurtekið efni úr Fréttablaðinu?
Þetta er nánast alveg sama frétt og var í Fréttablaðinu í fyrrahaust, nánar tiltekið þann 21. október (sjá hér að neðan). Ég skrifaði skólagrein um þessi fyrirbæri í vetur, en sófasamfélögin eru 3 hið minnsta (á netinu): CouchSurfing.com, HospitalityClub.com og GlobalFreeloaders.org (ef ég man þetta allt rétt) og byggja á 50 ára gamalli hugmyndafræði Servas International.
Fréttablaðið (2006) Fylgiblað: Allt Ferðir o.fl., laugardaginn 21. október 2006: Allt, ferðir o.fl: Umfjöllun um sófasamfélög og viðtöl við meðlimi, bls. 6-7. Skoðað 21. október 2006, á vefslóðinni: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/061021.pdf
![]() |
Fékk hugmynd að beddaleit á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 13:01
Er bisness í snarreddingum og skítmixi?
Fyrir tæpri viku var þessi óviðjafnanlega smáauglýsing í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni:
Snarreddingar & Skítmix
"Minniháttar- bílviðgerðir, húsviðgerðir, trésmíði, málingarvinna.
Meiriháttar- matreiðsla, bagstur, hárgreiðsla, félagsskapur, flísalagnir, stíblulosun, hellulagnir. Sími xxx-xxxx."
Það er greinilega mikil fjölhæfni hjá þeim sem þarna bjóða fram þjónustu sína, en ég get ekki að því gert að samsetningin er áhugaverð, að maður tali nú ekki um fyrirsögina og hvort hún hafi almennt vakið traust lesenda! Það hefði líka verið fróðlegt fá nánari skýringar á þessu "skítmixi". Að lokum má svo velta því fyrir sér hvað sé innifalið í "meiriháttar-félagsskap"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 21:07
Ert þú með stöðu grunaðs manns í Byrgismálinu?
Kunningjahjónum mínum brá heldur í brún í síðustu viku þegar bréf frá Ríkisskattstjóra datt inn um bréfalúguna, en í því stóð að húsbóndinn á heimilinu hefði stöðu grunaðs manns í Byrgismálinu og að honum bæri að mæta, helst með lögfróðan mann sér við hlið, til yfirheyrslu á tilgreindum tíma. Eftir taugatitrandi mínútur og óþægilegar vangaveltur ákváðu þau hjón að leita svara við þessari ósmekklegu sendingu. Nokkrum símtölum síðar var sannleikurinn kominn í ljós.
Fundist hefði plagg í bókhaldi Byrgisins með undirritun óþekkts manns, sem var hið sama og nafn hins saklausa húsbónda í þessari sögu. Svo virðist sem starfsmenn Ríkisskattstjóra hafi skautað fulllétt í gegnum nauðsynlega rannsóknar- og heimavinnu og valið nánast af handahófi þann einstakling úr símaskránni sem bar líkast nafn. Sett hann svo bara á lista yfir grunaða, bókað yfirheyrsluherbergið, sent bréfið og vonast til að hafa giskað rétt. Hefur þú nokkuð lent í svona taugatrekkjandi hentugleikaúrtaki Ríkisskattstjóra nýverið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 17:31
Andskotinn fær ölið sitt
Nemendafélag eitt sóttist eftir styrk frá drykkjarvöruframleiðanda vegna vinninga til að veita á árshátíð, t.d. gæti kassi af öli verið vel þeginn. Í tölvupósti var erindinu svarað neitandi og sagt að þeir sæju sér því miður ekki fært að styrkja félagið að þessu sinni. Sá sem átti samskiptin fyrir hönd nemendafélagsins tók eftir því að svarpósturinn var nokkru lengri en efni stóðu til og "skrollaði" því neðar. Þar komu í ljós innanhússamskipti starfsmanna fyrirtækisins, þar sem einn hafði áframsent erindið á annan, með þessum orðum: "Eigum við eitthvað að vera að svara þessum andskota?"
Sumir hefðu nú bara kyngt þessu og mesta lagi sagt vinum eða bekkjarfélögum frá, en þessi vinurinn er vanur að segja sína skoðun umbúðalaust finnist honum þörf á því. Hann hringdi því í yfirmann hjá fyrirtækinu og sagði ákveðinn sína skoðun; að sér finndist svona dónaskapur vera fyrir neðan allt velsæmi. Auðvitað urðu menn alveg rosalega miður sín og svöruðu því til að þetta hafa verið "smá innanhúshúmor sem ekki hefði átt að fara lengra". Í framhaldinu kom svo afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu, ásamt loforði um nokkra kassa af öli. Blankheit nemendafélagsins gætu orðið siðferðisþrekinu yfirsterkari, en hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)