Færsluflokkur: Bloggar
23.2.2007 | 22:19
Sverð í hrauni og hornglas!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 23:18
Dulbúnir ferðamenn á framandi slóð
Í síðustu viku fórum við bekkjarsystkin á Skólavörðu- stíginn í Reykjavík í leit að hentugu viðfangsefni til að nota í vettvangskönnun. Eftir skemmtilegar heimsóknir til serbneskrar konu (Lana Matusa) sem framleiðir verk sem einkennast í útliti af mosa og hrauni, og íslenskrar konu sem vinnur með japanskt silki, málar og límir og notar gamla texta með rúnaletri, þá völdum við að fjalla í verkefni okkar um verslun 12 tóna. Við veltum því m.a. fyrir okkur hvort tónlist gæti verið minjagripur. Við fengum góðar móttökur í verlsun 12 tóna, en þar er boðið upp á ókeypis esprresso kaffi og sófasett bæði á neðri og efri hæð þar sem hægt er að hlusta á tónlist. Á afgreiðsluborðinu rákum við augun Njarðarskjöldinn! Hva er det for noe? spurðum við nú bara (í tilefni þess að 12 tónar eru líka með búð í Köben).
Í ljós kom að þessi hvatningarviðurkenning Höfuðborgarstofu og Verslunarmanna hefur verið veitt árlega síðan 1996 þeirri verslun sem þótt hefur skara framúr í þjónustu við erlenda ferðamenn og fær hún þá skjöldinn góða, bækling og titilinn: Ferðamannaverslun ársins. Þeir sem hafa fengið viðurkenninguna fram að þessu hafa mismikið flaggað henni og þó flestir viðmælenda okkar litu þetta jákvæðum augum mátti heyra þá skoðun að sumir teldu slíkan "túristastimpil" geta fælt frá, ekki bara heimamenn, heldur líka ferðamenn. Getur verið að við reynum að líta ekki út eins og ferðmenn þegar við ferðumst á framandi slóð og að við forðumst sérstaklega þær vörur sem ætlaðar eru ferðamönnum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 16:07
Full harkaleg hreingerning
Í heimsókn Ferðamáladeildar Hólaskóla í Alþjóðahúsið við Hverfisgötu nú í vikunni fræddi Gerður Gestsdóttir okkur um margþættan vanda sem fylgir því alþjóðlega andrúmslofti sem nú umlykur margar greinar íslensks atvinnulífs, ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Hún sagði mikilvægt að tala hægt og skýrt til starfsmanna sem ekki skilja íslensku vel, nota einföld orð og endurtaka leiðbeiningar með öðrum orðum, til að koma í veg fyrir misskilning, eins og í eftirfarandi sögu:
Verkstjóri á byggingarstað kallaði skipandi til útlenda hópsins rétt í þann mund sem hann stökk upp í bíl sinn: "Og veriði svo búnir að þrífa kaffiskúrinn áður en ég kem aftur!!!" Þegar hann kom til baka tveimur tímum síðar blasti við stafli af timbri og krossviðarplötum þar sem skúrinn hafði staðið, en útlendu starfsmennirnir voru búnir að vinna það verk sem þeim heyrðist hann hafa gefið skipun um: Að þeir ættu að rífa skúrinn áður en hann kæmi tilbaka!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 20:57
Eitthvað til að hugsa um

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 00:02
Sjallarnir sauðtryggir og samir við sig
Það er misjafnt sem menn finna upp á til að réttlæta endurkomu Árna Johnsen í íslensk stjórnmál. Fyrir nokkru síðan las ég skrif eftir mann sem sagði að ef Árni hefði verið starfsmaður Evrópusambandsins og stolið úr þeirra sjóðum, þá hefði honum líklega EKKI verið refsað fyrir, en þessi bloggari hafði sannanir fyrir því að einhverjir starfsmenn sambandsins hefðu stolið, en sloppið án refsingar. Það er víða misjafn sauður í mörgu fé og aldrei gott þegar mönnum er ekki refsað fyrir brot sín. En markmið skrifa fyrrnefnds bloggara var ekki að segja okkur frá því. Hvað vildi hann þá með skrifum sínum?
Jú það kom á daginn að hann var að leita að leið til að spyrða saman eitthvert svínarí í Evrópusambandinu við stjórnmálaflokk uppi á litla Íslandi, nefnilega Samfylkinguna. Hann skammaði flokkinn að þeir skyldu voga sér að tala hlýlega um Evrópusambandið á sama tíma og einhverjir flokksmeðlimir væru að gagnrýna endurkomu Johnsens. Fjárdráttarmenn í Brussel = Samfylking = Kombakk hjá Árna = OK. Sjálfsagt kaupa einhverjir þessu skrýtnu röksemdafærslu, efast um heiðarleika Samfylkingarfólks (vegna brota starfsmanns EU) og finnst ekkert athugavert að Árni Johnsen komist aftur með skítuga fingur að kjötkötlunum. Já þau eru mörg skrýtin rökin sem sjálfstæðismenn nota til að reyna réttlæta endurkomu þessa manns, ég segi nú ekki meir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 13:59
Ertu forvitinn bloggflakkari eða fjarskyldur ættingi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 16:12
Af hverju erum við að selja okkur lægstbjóðanda?
Ég veit, ég þarf ekki að segja það; svo oft hefur það verið tíundað
en ég bara verð, ég get ekki þagað: Þarf land eins og Ísland, sem hefur alla möguleika á að verða eitt dýrmætasta svæði heims, m.a. vegna ósnortinna náttúruvíðerna, að vera að falbjóða sig svona út á næsta götuhorni, eins og mella í övæntingarfullri þörf fyrir smápening fyrir dópi? Af hverju hafa íslensk yfirvöld ferðast um heiminn með þessa minnimáttarkennd, til þess að laða hingað fyrirtæki sem skila okkur alltof litlu miðað við þann skaða sem starfsemin veldur? Ég verð alltaf meira og meira undrandi á þessari atvinnustefnu yfirvalda eftir því sem ég skoða hana betur.
Gefum Gústa í Bakkavör orðið: "Jafnvel þó að Íslendingar kæmust í hóp stærstu álframleiðenda heims og myndu virkja alla hagkvæmustu virkjunarkosti landsins, myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldrei verða meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis" (Ágúst Guðmundsson, 2006). Meðan stóriðjufíkn okkar Íslendinga er enn við lýði þá finnst mér einhvernveginn að þessi góða vísa verði ekki of oft kveðin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 16:57
Panikk út af Philishave?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 16:34
Ein magnaðasta matarupplifun lífsins
Fórum hjónin um daginn í Sjávarkjallarann og upplifðum þar eina mestu ævintýraferð sem bragðlaukar okkar hafa lengi komist í. Okkur brá svolítið fyrst, þegar við vorum búin að renna yfir matseðilinn, og uppgötvuðum að við þurftum eiginlega túlk á sumt sem þar stóð: Fresh vibes, jam-jam, mizuna, wasabi, su misu, nori, yuzu, kiwano! What? Gáfumst bara upp og þáðum með bros á vör boð um að leyfa kokknum að koma okkur á óvart. Það gerði hann svo lengi verður eftir munað með fjölda smárétta; þrír forréttir og tveir aðalréttir (eiginlega 5, þar sem annar þeirra var fiskferna).
Þarna voru linkrabbar og lynghænur og fjöldinn allur af svo skemmtilegum samsetningum að nautn verður næstum of vægt orð til að lýsa upplifun okkar. Reyndum þó að stynja eins hljóðlega og við gátum, annarra gesta vegna. Enduðum veisluna svo á nokkrum mjög góðum eftirréttum, en kokkarnir hafa greinilega tekið sig á í þeim eftir að Jónas Kristjáns gagnrýndi veitingahúsið fyrir eftirréttina fyrir nokkrum misserum, því þeir voru puntkurinn yfir i-ið, rúsínan í pylsuendanum þið skiljið, það sem kórónaði frábært kræsingakvöld. Ekki var verra að renna desertunum niður með smá dreitli af sætvíni, sem gjarna hefði þó mátt kosta aðeins minna (2.000 kr þriðjungur úr glasi). En það var þess virði.
Það ýtti svo enn undir þessa sælustemningu okkar að staðurinn er skemmtilegur með gott andrúmsloft, þjónustu eins og best verður á kosið og svo eru diskar, föt og ílát sem réttirnir eru bornir fram í alveg stórkostleg snilld samsetning héðan og þaðan, sem gerir sig vel og styrkir heildarmyndina og magnaðar matarminningar. Mæli með Exotic-menu í Sjávarkjallaranum fyrir ævintýrasækna sælkera og nautnaseggi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 17:44
Menn uppnefndir vegna ferðalaga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)