Íslenska efnahagsundrið

"Hvað olli íslenska efnahagsundrinu? Festa í peningamálum og ríkisfjármálum, frelsi til viðskipta, myndun einkaeignarréttar á auðlindum, sala ríkisfyrirtækja og skattalækkanir. En ef til vill eru tvær aðrar spurningar nú forvitnilegri. Hvaðan komu íslensku víkingunum fé til að kaupa fyrirtæki sín hér og erlendis? Augljós skýring er auðvitað hinir öflugu lífeyrissjóðir. En önnur skýring ekki síðri er, að fjármagn, sem áður var óvirkt, af því að það var eigendalaust, óskrásett, óveðhæft og óframseljanlegt, varð skyndilega virkt og kvikt og óx í höndum nýrra eigenda." (Hannes Hólmsteinn, 21. september 2008; heimild: http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/317818/)

Íslenska efnahagsundrið er engin bóla

„Þrátt fyrir mjög alvarlega stöðu í íslenskum efnahagsmálum um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að íslenska efnahagsundrið er engin bóla og ef við stöndum rétt að málum þá er Ísland land tækifæranna og horft verður til Íslands um fyrirmyndir á næstu árum og áratugum." Þetta segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í grein í Markaðnum í dag. (3. september 2008; heimild: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4193/)

Hvað var ólöglegt...

... við þessa leiðslu? Var það ekki smyglið á áfenginu sem var ólöglegt?
mbl.is Dældu vodka til Eistlands í gegnum ólöglega leiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan lokkar til sín krakkana

Leyfið börnunum að koma til mínNú er kirkjan búin að fatta hvað höfðar til barna á Íslandi í dag og notar það í auglýsingu í öllum fréttablöðum dagsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd dugir nú ekkert minna en full kista af gulli; sannkallað gylliboð fyrir gráðuga gríslinga, sem væntanlega flykkjast í guðshúsin til að fá sinn fjársjóð! Og svo segir í auglýsingunni að barnastarf kirkjunnar sé fyrir alla, en samt er auglýsingin næstum bara í nafni sókna á höfuðborgarsvæðinu. Eiga ekki landsbyggðarbörnin líka að fá sitt gull?

Hvað finnst Árna ekki passa í þessum ummælum Agnesar?

„Mér fannst þessi grein Árna náttúrlega algjört reginhneyksli enda finnst mér maðurinn vera reginhneyksli. Hann er eiginlega hálfgert stórslys þessi maður. Hann er dæmdur glæpamaður. Hann var mútuþægur, dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi og svo stígur hann fram, maðurinn sem aldrei iðraðist, hafði aldrei gert neitt rangt og upphefur sjálfan sig…“ Eins og menn vita stefnir Árni nú Agnesi og vill fá 5 milljónir í miskabætur. Er ÞETTA ekki bara allt í gríni?

Farmers Market medley

Eins og sjá mátti og heyra í sjónvarpinu í fyrrakvöld, er norska Klezmer-bandið Farmers Market eitt allra skemmtilegasta læf-band Noregs í dag, og þótt víðar væri leitað. Í þættinum í fyrrakvöld spiluðu þeir ásamt KORK (Kringkastningorkestret) og vöktu mikla lukku, en HÉR eru þeir einir á sviði með líflegan medley.

Bláa ljósið

Blátt lögguljós; Júlíus SigurjónssonÉg er búinn að segja Júlla vini mínum það, að mbl.is er með algjöra ofnotkun á þessari fínu mynd hans; bláa ljósið á löggubílnum! Moggamenn hljóta að geta grafið dýpra í safnið og fundið aðra valkosti til að nota með löggufréttum, þó ekki væri nema til að nota til skiptis við bláljósamyndina, sem er eins og menn hafa séð, alveg stórgóð, en því miður orðin alveg dauðþreytt.
mbl.is Ítrekað kveikt í bíl á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flýtir sinnuleysið fyrir fólksfækkun á landsbyggðinni?

Ég spái því að margir sveitafélagsmenn á landsbyggðinni vakni upp við vondan draum áður en septembermánuður er úti, þegar í ljós kemur óeðlilega hröð fækkun íbúa í mánuðinum. Ástæðan eru nýjar reglur Strætó bs um frí nemendakort, en á þessu skólaári er þess nú krafist að nemendur eigi lögheimili á stór-Reykjavíkursvæðinu til að fá umrædd kort. Ef menn væru vakandi og á tánum fyrir velferð síns sveitarfélags ætti þetta að vera einfalt reikningsdæmi: Hve miklu tapar sveitarfélagið í glötuðum útsvarsgreiðslum vegna lögheimilisflutnins þessa fólks og væri kannski ódýrara fyrir þau að niðurgreiða strætókortin fyrir nemendurna? Mér skilst að það kosti aðeins um 30 þúsund fyrir allan skólaveturinn. Hætt er við því að nemandi sem flytur lögheimilið sitt suður flytji það ekki alveg í bráð aftur heim í hérað.

Óli og strákarnir okkar á stífu ferðalagi

"Það voru bara tvær leiðir, önnur upp og hin niður. Við fórum upp en það hefst strax undirbúningur að næsta verkefni. Við „tjöldum“ kannski aðeins og njótum augnabliksins en svo pökkum við saman öllu draslinu og höldum áfram." sagði Ólafur Stefánsson handsnilli eftir sigurinn á Pólverjum í morgun.

Tækninni fleygir fram... og aftur!

Ungur drengur var með eldri frænda á ferð í bíl nýverið. Það var heitt í veðri og þegar sá stutti kom í bílinn voru rúður niðri til að lofta inn. Frændinn ók bílnum stuttu síðar inná stæði við verslun og drap þar á. Stráksi bað hann þá um að svissa aftur á bílinn; hann hefði gleymt að skrúfa upp rúðuna. Það þarf ekki að svissa á hann til þess, sagði frændinn "þú snýrð bara handfanginu þarna á hurðinni og skrúfar þannig upp." Sá ungi horfði vantrúaður á frændann, en sá svo að rúðan færðist uppávið þegar hann sneri varlega handfanginu. Sagði svo yfir sig hrifinn: "Djís, þetta er ótrúlegt... rosa er þetta orðið tæknilegt maður, ha?!"

Sérstaða Útvarps Kántrýbæjar

Fyrirtækjum er það mikilvægt að ná að skapa sér sérstöðu á markaði og þetta veit Hallbjörn Hjartarson, sem af mikilli þrautsegju sendir enn út kántrýtónlist og "vinur-minn"-spjall á útvarpsstöðinni sinni á Skagaströnd. Með sinni sérstöku rödd les hann auglýsingarnar sínar sjálfur. Í einni þeirra kemur hann inn á sérstöðu sinnar stöðvar, nefnilega að Útvarp Kántrýbær sé "eina útvarpsstöðin á Íslandi sem næst á Þverárfjalli!"

Stunginn á GayPride!

Stemning á GayPride í dagGalin stemning í GayPride-göngunni í dag; barðist þó við einn helvíti harðskeyttan, sem stakk mig að lokum. Þetta var gulröndóttur skratti, fljúgandi kvikindi, illa liðinn af flestum og kallast í daglegu tali GayTungur LoL
mbl.is Tugþúsundir í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð lygasaga

Auðvitað getur mannræfillinnn hafa fallið í sjóinn, en varla heil 280 fet (svipað og hæð Hallgrímskirkju) eins og gefið er í skyn í erlendu fréttinni. Auk þess er afar ólíklegt að hann hafi verið bitinn í nefið af lunda, nema hann hafi einfaldlega haldið honum þétt upp að andlitinu á sér. Þetta hljómar allt eins og maðurinn sé ekki bara orðljótur, heldur líka alveg hraðlyginn.
mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira talað en framkvæmt hér á landi

Við lestur nýjustu skýrslu Byggðastofnunar verður manni enn frekar ljóst hvað íslensk stjórnvöld hafa verið stefnu- og máttlaus í byggðamálum og jöfnun lífskjara í landinu. Í samanburði við alvöru aðgerðir nágrannalanda okkar erum við með allt niðrum okkur í þessum málum, svo vægt sé til orða tekið. Eitt sorglegt dæmi úr okkar auma veruleika eru háhraðatengingar á dreifbýlum svæðum, sem átti að vera löngu búið að framkvæma fyrir hluta af því fé sem ríkið fékk við sölu Landsímans sáluga. Fróðlegt er að skoða Fjarskiptaáætlun 2005-2010, þar sem m.a. stendur: "Að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007." Eins og flestir vita er þetta ekki enn komið til framkvæmda. Dæmi um það sem nágrannar okkar eru að gera fyrir fyrirtæki og íbúa byggðarlaga í vanda, er t.d:

  • Afnám/undanþága tryggingagjalds
  • Niðurfelling/lækkun á endurgreiðslu námslána
  • Lækkun á raforkugjaldi
  • Lækkun á tekjuskatti
  • Hækkun barnabóta (umfram aðra)
  • Launagreiðslur til leikskólakennara (viðbótargreiðsla umfram aðra)

Breyttar vindáttir í byggingarbransanum

Mikil lægð er í bygggingarbransanum. Nú segja gárungarnir að ef þú sjáir byggingarkrana snúast á Reykjavíkursvæðinu, sé það vegna þess að vindátt hafi verið að breytast ;)

Fimm milljónir...

... eru svona svipuð upphæð og algengt er að íslensk stjórnvöld styrki verkefni af þessum toga með... í verðlitlum íslenskum krónum auðvitað!  Munurinn er sá að þessar sænsku fimm milljónir eru alvöru upphæð (þrettánfalt verðmeiri), sem dugir lengra en fyrir brotabroti kostnaðar við uppbyggingu svona menningarseturs. Til hamingju Húsvíkingar!
mbl.is Sænsk stjórnvöld styrkja Garðarshólmaverkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

“Hver gerði (sagði) hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo?”

Jónas Kristjánsson leiðbeinir fólki í fjölmiðlun á heimasíðu sinni, www.jonas.is. Hann notar einfaldan stíl og talar skýrt, þannig að maður skilur aðalatriðin. Honum er annt um íslenskt mál og hvernig ber að nota það svo fólk skilji, í stað þess að drukkna í fræðilegri froðu eða málskrúði. Hvort sem þú ert áhugamaður um tungumálið okkar, vinnubrögð á fjölmiðlum eða einstök dæmi (t.d. Árnamálið), þá er hægt að mæla með heimsókn á heimasíðu Jónasar.

Drangeyjarmyndir

Það eru víst fýlar á Íslandi ;)Myndir frá lundaveiðiferðinni í Drangey í síðustu viku er nú komnar inn; smella HÉR til að skoða.

Netkaffihús á Króknum?

Net-Kaffi-KrókurEru þeir ekki eitthvað að misskilja þetta á Króknum með netkaffihúsin?

Lundaveiðiferðin að baki

Lundaveiðifélagar í Drangey 2008Árlegri lundaveiðiferð í Drangey á Skagafirði lauk hjá okkur félögunum fjórum í gær, degi fyrr en áætlað var. Ástæðan var sú að við höfðum strax á fyrsta sólarhring náð í þann skammt sem við samanlagt náum að torga fram á næsta vor, eða um 400 fuglum. Veðrið var mjög svo ákjósanlegt; sól og hiti, en ágætur vindur. Allajafna flýgur fuglinn meira í vindi og þá gengur betur að háfa. Myndir úr ferðinni eru væntanlegar inní myndasyrpuhlutann hér til vinstri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband