Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Eyðilegging áfangastaðar í ferðaþjónustu

Í gær voru fimm ár liðin frá því að Saddam Hussein náðist í holu sunnan við Tíkrit í Írak. Litla byrgið sem harðstjórinn fannst í var í kjölfarið eyðilagt. Í stað þess að leyfa heimamönnum að búa til úr því aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir sem þetta gerðu sögðu það gert til að holan yrði ekki í hugum fylgjenda Saddams að táknmynd leiðtoga síns. Tækifæri fyrir heimamenn til hafa ágætis tekjur af því að selja ferðamönnnum aðgang var þar með eyðilagt. Myrk ferðamennska (e: Dark tourism) er vel þekkt og mikið nýtt um allan heim. Maður veltir þessvegna vöngum yfir því af hverju þessi hola í Írak var eyðilögð, þegar útrýmingarbúðir nasista fá að starfa í friði með mikla aðsókn árlega.

Skagafjordur.com skáldar fyrirsagnir

Á heimaslóð Skagfirðingsins var gerð lítil könnun. Spurt var þriggja spurninga varðandi Evrópusambandið. Þegar könnuninni lauk birtist eftirfarandi fyrirsögn á vefsíðunni:

Ríflega 42% segja nei takk við Evrópukássunni

- Tæplega 48% vilja skoða málið

Samkvæmt þessu var mjótt á munum. Þeir sem hinsvegar opnuðu fréttina og túlkuðu tölfræðiniðurstöðurnar sjálfir sáu að tæp 60% sögðust annaðhvort vilja ganga í Evrópuasmbandið eða skoða málið hið fyrsta; rúm 40% sögðu nei. Í fyrirsögninni var þeim 10% hópi sem fannst hið eina rétta að ganga í sambandið alveg sleppt, og því var hún bæði villandi og röng. Hvort þetta var gert með ásettu ráði skal ekkert um sagt.


Kemur okkur þetta við?

Stundum líður mér eins og ég búi í Bandaríkjunum; alveg með ólíkindum hvað okkur er boðið uppá ofgnótt af fréttum og ekki-fréttum þaðan, margar sáraómerkilegar og að mínu mati bæði sóun á tíma blaðamanna og okkar fréttalesenda.
mbl.is Bush kaupir hús í Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er hótað

Hin mörgu andlit lýðræðisinsHótanir eru og hafa verið veigamikill þáttur í stjórnunarstíl kallsins, því miður. Í hugum margra er DO stórhættulegur íslenskri þjóð, með sína einræðistilburði og hefnigirni í garð þeirra sem honum eru ekki þóknanlegir. Hann vill ráða því hvað þjóðin má tala um, og hvað ekki; hvað sé á dagskrá í dag! Sem stjórnmálamaður er hann hreint og beint andstæðingur virks lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta. Það er skiljanlegt að hans brenglaða persóna skynji ekki sinn vitjunartíma, en að flokkur hans skuli enn ekki átti sig á því að almenningur vill hann burt úr valdastöðum er óskiljanlegt. Segi ekki meir, en hnýti hér aftan við athygliverðu myndbandi af Youtube.
mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mönnum hent fyrir borð

Á fraktara þar sem yfirmenn voru hvítir en eingöngu svartir undirmenn kastaðist í kekki. Undirmaður reiddist þrældómnum og lét skoðun sína í ljós. Fyrir framan allann hópinn gerðu tveir yfirmenn sér lítið fyrir og hentu honum fyrir borð, á fullri siglingu úti fyrir Afríkuströndum. Íslenskur yfirmaður um borð sá þetta en gat ekkert að gert. Já það gerist margt ljótt í þessum heimi.
mbl.is Ráku 115 manns fyrir borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband