Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
9.11.2007 | 10:24
Lántakendur í lífstíðarfangelsi?
Á norðurleið í gærkvöldi heyrði ég á tal fréttamanns við einhvern sérfróðan um lánamál okkar Íslendinga. Eins og menn vita eru engir með jafn háa vexti og við, og hvergi annarsstaðar á byggðu bóli þekkist verðtrygging. Þetta samanlagt leiðir til þess að sá sem tekur eina milljón að láni fyrir íbúð, í þessu reikningsdæmi til fjörutíu ára eins og algengt er, þá hefur hann á endanum greitt fyrir hana yfir ellefu milljónir 11 MILLJÓNIR ... og margfaldi nú hver fyrir sig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 10:15
Fjarvera
Má ekki segja að fólk sem er með fjarlæga nærveru, sé með fjarveru?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 23:57
Týndar tilboðsvörur
Hef margoft lent í því að koma í Bónus án þess að finna vörur sem þeir voru að enda við að auglýsa á tilboðsverði. Grunaði þá um að eiga of lítið magn til af umræddum vörum, en auðvitað skýrir það margt ef það hefur verið sérstaklega falið á bakvið aðrar vörur, í neðstu hillu!
Segir blekkingum beitt þegar verðkannanir eru gerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 21:18
Skítt að vera drepinn vegna klósettferðar
Lögreglan á það til að gera mistök, þó þau séu sem betur fer sjaldan jafn afdrifarík og í tilfelli brasilíska rafvirkjans sem Lundúnalögreglan skaut til bana á lestarpalli í hitteðfyrra. Löggan grunaði mann um að undirbúa hryðjuverk og var hópur sendur til að fylgjast með honum. Því miður var aðeins einn í lögguhópnum sem gat borið kennsl á hinn grunaða. Þegar honum varð mál og þurfti að bregða sér á klóið á krítísku augnabliki, hófst eftirför á röngum manni, saklausum rafvirkja sem hinum lögreglumönnunum fannst líkjast þeim grunaða. Stuttu síðar galt svo Brasilíumaðurinn fyrir klósettferð löggunnar með lífi sínu. Helvíti skítt verður maður að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)