Misjafnar aðstæður fólks við jólaundirbúninginn

Í aðdraganda jólanna veitir maður sér oft eitt og annað sem ekki er nein sérstök þörf á; bætir kannski við einni Macintosh-dós í kerruna þótt þegar séu til nægar birgðir af sælgæti og öðru góðmeti heima. Þetta veitir einhverja stundaránægju sem maður kann ekki alveg skil á og sumt af þeim óþarfa sem maður lætur eftir sér hefur maður misst áhugann á áður en inn úr dyrunum er komið, klifjaður pokum og pinklum. Kannski maður ætti maður að nýta peningana sína öðruvísi? Sagan sem hæst ber á barnaland.is þessa dagana, um vandræði mömmunnar og sex ára sonar hennar á kassanum í Bónus, fær mann allavega til að staldra aðeins við og velta vöngum yfir þessu bruðli. Ég mæli með sögu hennar sem jólahugvekjunni í ár (slóðin er hér að neðan) og endilega hafið vasaklúta við hendina við lesturinn. Gleðileg jól!

http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5454705&advtype=52&page=3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

Já það er óhætt að mæla með að hafa vasaklút við hendina við lesturinn, gott að vita að það sé til gott fólk

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 25.12.2006 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband