22.12.2006 | 09:48
Misjafnar aðstæður fólks við jólaundirbúninginn
Í aðdraganda jólanna veitir maður sér oft eitt og annað sem ekki er nein sérstök þörf á; bætir kannski við einni Macintosh-dós í kerruna þótt þegar séu til nægar birgðir af sælgæti og öðru góðmeti heima. Þetta veitir einhverja stundaránægju sem maður kann ekki alveg skil á og sumt af þeim óþarfa sem maður lætur eftir sér hefur maður misst áhugann á áður en inn úr dyrunum er komið, klifjaður pokum og pinklum. Kannski maður ætti maður að nýta peningana sína öðruvísi? Sagan sem hæst ber á barnaland.is þessa dagana, um vandræði mömmunnar og sex ára sonar hennar á kassanum í Bónus, fær mann allavega til að staldra aðeins við og velta vöngum yfir þessu bruðli. Ég mæli með sögu hennar sem jólahugvekjunni í ár (slóðin er hér að neðan) og endilega hafið vasaklúta við hendina við lesturinn. Gleðileg jól!
http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5454705&advtype=52&page=3
Athugasemdir
Já það er óhætt að mæla með að hafa vasaklút við hendina við lesturinn, gott að vita að það sé til gott fólk
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 25.12.2006 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.