Full harkalegt eldvarnareftirlit í Grikklandi?

Nú fer í hönd friðartími og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Jólaandi svífur yfir vötnum (sem nóg er af þessa dagana) og menn styrkja vináttu- og fjölskyldubönd með margvíslegum hætti. Þó eru ýmsir halda áfram erjum og láta sig engu skipta þó Sússi eigi afmæli, en einhvernveginn átti maður nú síst von á að munkar væru í þeim hópi. Hvað þá uppreisnarmunkar, sem ég vissi nú ekki að væru til, en þeir réðust nýverið með kúbeinum og slökkvitækjum á ortódoxmunka í Grikklandi. Blaðið skýrði frá þessu í gær og sagði að sjö hefðu slasast, þar af tveir alvarlega, í þessum átökum munkagengjanna. Uppreisnarmunkana vantaði samanstað yfir jólin (það var allt upppantað í fjárhúsinu) og réðust þeir á hina, sem dvelja í þúsund ára gömlu klaustri stutt frá Þessalóníku. Uppreisnarmunkar og munkagengi sem berjast með slökkvitækjum og kúbeinum er nú ekki alveg það sem maður sér fyrir sér þegar maður setur sig í friðsamar stellingar fyrir jólin. Var þetta ekki bara einhver misskilningur, kannski var um ræða úttekt á eldvarnarmálum klaustursins sem fór svona harkalega úr böndunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband