Eyðilegging áfangastaðar í ferðaþjónustu

Í gær voru fimm ár liðin frá því að Saddam Hussein náðist í holu sunnan við Tíkrit í Írak. Litla byrgið sem harðstjórinn fannst í var í kjölfarið eyðilagt. Í stað þess að leyfa heimamönnum að búa til úr því aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir sem þetta gerðu sögðu það gert til að holan yrði ekki í hugum fylgjenda Saddams að táknmynd leiðtoga síns. Tækifæri fyrir heimamenn til hafa ágætis tekjur af því að selja ferðamönnnum aðgang var þar með eyðilagt. Myrk ferðamennska (e: Dark tourism) er vel þekkt og mikið nýtt um allan heim. Maður veltir þessvegna vöngum yfir því af hverju þessi hola í Írak var eyðilögð, þegar útrýmingarbúðir nasista fá að starfa í friði með mikla aðsókn árlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nákvæmlega

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 22:58

2 identicon

Spáðu svo í hvað höfuðstöðvar bankanna hérna heima geta orðið spennandi túristastaðir ;)

Ægir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gleðileg jól, kæri frændi. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband