22.11.2008 | 16:12
Sama ruglið hjá RUV – Ríkisstjórnarútvarpi sumra landsmanna!
Í fjögurfréttum RUV-útvarp var sagt frá þessum mörg þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli. Ekkert var efnislega sagt frá því sem kom þar fram í máli ræðumanna. Það var hinsvegar viðtal við átta ára stelpu sem var spurð að því hvernig henni fyndist að vera þarna innan um svona margt fólk, þar sem sumir væru reiðir. Og ég sem var að vona að ríkistúvarpið okkar væri hætt að ofbjóða okkur sem ríkisstjórnarútvarp!
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að hafa verið fróðlegt að upplifa það að Íslendingar skuli nú loksins vera að vakna til lífsins.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:47
Já maður skyldi rétt vona það, að doðinn sé að fara af okkur, og að við munum ekki láta deigan síga fyrr en við búum orðið í réttlátara samfélagi.
Jón Þór Bjarnason, 22.11.2008 kl. 18:18
Það þarf líka að athuga mannskapinn þar á bæ, stundum finnst manni að þeir "gangi ekki á öllum"
j.a. (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:35
var á Akureyri og sá mótmælin þar. Hvernig RUV tókst að fá út að þar hafi verið 200 manns er rannsóknarefni.
Sigurður Árnason, 23.11.2008 kl. 10:14
Voru þeir fleiri eða færri að þínu mati?
Jón Þór Bjarnason, 23.11.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.