Gömul saga og ný

Svo var það eitt sinn þann óra tíma,

að enga vinnu var hægt að fá.

Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glíma

við hungurvofuna, til og frá.

Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,

og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð.

Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,

um brauð handa sveltandi verkalýð.

 

Þann dag var hans ævi á enda runnin

og enginn veit meira um það.

Með brotinn hausinn og blóð um munninn,

og brjóst hans var sært á einum stað.

 

Úr Verkamanninum, eftir Stein Steinarr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband