Einkavæðing

“Undanfarið hefur lítið farið fyrir umræðum um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Það er miður því ennþá stendur ríkið í atvinnurekstri sem einkaaðilar eru fullfærir um að sinna. Það sem verra er, er að flest þessi ríkisfyrirtæki eru í samkeppni við einkaaðila á markaði, en það er kunnara en frá þurfi að segja að á slíkum samkeppnismörkuðum verður samkeppnisstaða fyrirtækjanna aldrei og getur aldrei orðið jöfn. Síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum hefur ekkert ríkisfyrirtæki verið einkavætt.” (Sigurður Kári, 25. ágúst 2008; heimild: http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/625051/)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jón Þór !

Augljóslega; ert þú ungur að árum, og hefir kokgleypt fagnaðarerindi frjálshyggjunnar, Jón minn. Sýnist þér; vel hafa til tekist, hjá ''einka aðilum'', svo mjög, að það ætti að verðlauna þá, enn frekar ?

Skrepptu; suður á Cayman eyjar, eða í viðlíka pláss, Jón minn, og sjáðu fyrir þér ''einka'' gæðingana, hengjandi hausinn, eftir stórveizlur undafarinna missera, með sína galtómu vasa.

Einkavæðing ! Það var þá helzt, Jón minn.

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þú ert eitthvað að misskilja hér Óskar minn :) ... seint verð ég sammála Sigurði Kára og auðvitað er hér verið að strá aðeins salti í sár þeirra sem hafa haft ofurtrú á óheftri markaðshyggju og eru (les: voru) á móti ríkisafskiptum, þvingandi leikreglum og alvöru hagstjórn

Jón Þór Bjarnason, 7.10.2008 kl. 14:18

3 identicon

Heill og sæll; á ný, Jón minn !

Bið þig; sérstakrar afsökunar, sé svo. Við; Árnesingar að hálfu, og Borgfirðingar, að hinum helmingi, getum átt til, að vera, svolítið skjóthuga stundum, í ályktunum, Jón minn.

Með kærum kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband