15.4.2008 | 13:13
Dásamleg Dorrit
Haldin var mikil menningar- og tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gærkvöldi, þar sem hæfileikafólk á öllum aldri sýndi listir sínar fyrir forseta Íslands og frú. Í lok dagskrár fengu forsetahjónin gjafir, þ.á.m. lopapeysur. Dorrit opnaði strax sína gjöf, reif sig úr rauða jakkanum og fór í peysuna. Þvínæst tók hún upp peysu eiginmanns síns og reyndi allt hvað hún gat til að fá hann úr jakkanum og í peysuna. Óli vildi ekki leika með og þá batt Dorrit bara peysuna hans um mitt sér, eins og maður gerir gjarna í útilegum. Þessi "tískusýning" hennar, eins og eiginmaðurinn kallaði það, féll í góðan jarðveg gesta, sem sýndu henni með lófataki að þeir kunnu vel að meta hennar alþýðlegu athafnir og frísklegu framgöngu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.