5.3.2008 | 09:30
Ekki þorandi að segja hvað sem er
Fyrir margt löngu var ungur drengur í skóla á Krók að læra stafrófið. Hann var fljótur að tileinka sér allt sem hann lærði og kunni snemma veturs alla stafina, nema einn. Hann var alveg ófáanlegur til að segja ell. Svona gekk þetta fram á vor, hann þuldi umbeðinn alla bókstafina í réttri röð, en hoppaði alltaf yfir ell. Þegar á endanum dróst uppúr honum af hverju hann gerði þetta, þá var skýringin sú að þetta væri mjög varasamur stafur, gæti hreinlega verið lífshættulegur. Til vitnis þessu nefndi hann dæmi; amma hans hafði dáið úr elli.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.